fbpx Atrion. Gott hótel. Fjölskylduvænt. Agia Marina, Krít

Atrion Resort, Agia Marina
3 stars

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel á frábærum stað í hjarta Agia Marina. Góð aðstaða fyrir alla fjölskylduna. Stutt er í veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu. 
Í samstæðunni eru 52 nýuppgerð herbergi með stílhreinum, nútímalegum innréttingum, í dökkum við og hvítum og brúnum litum. Einnig eru 35 stúdíó sem eru nútímaleg, í dempuðum litum og með líflegum fylgihlutum. 

Ekkert skortir á þægindin, allar vistarverur eru með loftkælingu, stafrænu flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, öryggishólfi, ísskáp, síma og hraðsuðukatli. Matarkrókur er í stúdíóum með örbylgjuofni, kaffivél og hellum. Eldhúskrókur með öllu er í íbúðunum. Hárþurrka og ókeypis baðvörur eru á baðherbergjum. Svalir búnar húsgögnum eru við allar vistarverur og einnig þráðlaus nettenging sem fæst gegn vægu gjaldi, mismunandi eftir staðsetningu. Það þarf að greiða fyrir nettengingu á staðnum.  Athugið þó að nettengingin er oft fremur hæg.

Morgunverður og kvöldverður er borinn fram á hlaðborðsveitingastaðnum. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því þar eru bæði bornir fram hefðbundnir grískir réttir auk alþjóðlegra. Barirnir eru tveir, annar í setustofunni og hinn við sundlaugina. Þar er snarl og léttir réttir í boði fram eftir degi auk svalandi drykkja. 

Hótelgarðurinn er gróðursæll og þar er hægt að taka góðan sundsprett í 40 metra laug á meðan börnin busla í sinni laug. Sólbaðsaðstaða er til fyrirmyndar, sólbekkir og sólhlífar. Leikvöllur fyrir börnin er á grænni flöt við hótelið og þar er einnig góð aðstaða fyrir foreldrana til að fylgjast með börnum sínum, nú eða taka þátt í leikjunum með þeim. 
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla, bílaleiga og starfsfólk gefur leiðbeiningar um skoðunarferðir. 
Atrion er á góðum stað í hjarta Agia Marina, aðeins 30 metra frá ströndinni með gylltum sandi og tærum sjó. Stutt er í verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf og þeir sem hafa ekki eirð í sér til að fara snemma í háttinn þurfa ekki að örvænta því nóg er af næturklúbbum og börum í nágrenninu. 

Vinsamlega athugið að ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 1,5 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 4.5 km
 • Veitingastaðir: Stutt í verslanir og veitingastaði
 • Strönd: 200 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Nettenging: Gegn gjaldi og getur verið hæg

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun