fbpx Bahia Principe Fantasia, San Miguel de Abona | Vita

Bahia Principe Fantasia, San Miguel de Abona
5 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Bahia Principe Fantasia er lúxushótel í San Miguel de Abona á Tenerife. Veitingastaðir, heilsulind og afþreying fyrir alla fjölskylduna. Sérstaklega mikið fyrir börn. Auðvelt að komast með almenningssamgöngum á Amerísku ströndina sem er í 12 km fjarlægð. 

Í hótelinu eru 372 fallega innréttuð herbergi og svítur sem ætluð eru frá einum fullorðnum og allt að þremur fullorðnum og tveimur börnum. Hluti svítanna er með beinu aðgengi að laug og eru þær einungis ætlaðar fullorðnum. Innréttingar eru stílhreinar og nútímalegar, viður og áklæði í ljósum litum. Ljósar flísar á gólfum. Loftkæling og upphitun er alls staðar, auk viftu í lofti. Þá eru öll herbergi búin síma, 42 tommu flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, smábar, öryggishólfi, hraðsuðukatli, þráðlausri nettengingu og USB-hleðslutengi í vegg. Á baðherbergjum er baðker og sér sturta, stækkunarspegill og baðvörur. Verönd eða svalir búnar húsgögnum eru við allar vistarverur.

Veitingastaðirnir eru fimm. Aðalveitingastaðurinn Echeide býður alþjóðlega rétti af hlaðborði en Ladón, sem sérhæfir sig í steikum, Nemuru, sem er japanskur staður, og ítalski staðurinn Il Paradiso bjóða ljúffenga rétti af matseðli. Við sundlaugina er einnig veitingastaður með úrvali matar og drykkja. Þá er í hótelinu kaffihús, diskótek og nokkrir barir, einn að sjálfsögðu við sundlaugina. 

Í hótelgarðinum eru fjórar sundlaugar, tvær fyrir fullorðna og tvær ætlaðar börnum. Sólbekkir eru í kringum laugarnar. Sérstakt svæði er fyrir börnin með vatnsrennibrautum og leiktækjum. Krakkaklúbbur er starfræktur fyrir þau yngstu og sérklúbbur er fyrir unglingana. Starfsfólk sér um afþreyingu fyrir alla fjölskylduna frá morgni til kvölds með íþróttum, leiksýningum og lifandi tónlist. 
Í heilsulindinni er hægt að láta dekra við sig með endurnærandi og heilandi meðferðum af öllum gerðum og taka á því í líkamsræktinni. Sérstakt vatnsmeðferðarsvæði er undir beru lofti þar sem hægt er að ná fullkominni slökun.
Sérútbúin heilsulind fyrir börnin. 

Í móttökunni er farangursgeymsla, bílaleiga og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Glæsilegt hótel þar sem saga eyjarinnar, helstu kennileiti og menning endurspeglast í arkitektúr jafnt sem afþreyingu fyrir gesti. Veitingastaðir og heilsulind á hótelinu og vatnagarður fyrir börnin. Stutt í vatnasport og alls kyns afþreyingu og aðeins 12 kílómetrar í lífið og fjörið á Amerísku ströndinni.

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 9 km
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni
  • Frá miðbæ: Nálægt Golf del sur

Aðstaða

  • Nettenging: Fyrir tvö tæki á herbergi.
  • Barnasundlaug
  • Sundlaug
  • Líkamsrækt
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Barnaleiksvæði
  • Barnadagskrá
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Herbergi
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun