Bahia Principe San Felipe, Puerto de Cruz

Vefsíða hótels

Gullfallegt hótel á frábærum stað við Martinez-ströndina í Puerto de la Cruz sem er á norðurhluta eyjunnar. Fullkomin slökun, veitingastaðir, heilsulind og allt til alls á hótelinu og stutt í Martinez-vatnagarðinn, verslanir og iðandi mannlíf.

Í hótelinu eru um 260 hlýlegar og fallega innréttaðar vistarverur. Herbergi sem eru 26 fermetrar rúma allt að þrjá einstaklinga og svítur rúma allt að tvo fullorðna og tvö börn. Innréttingar eru smekklegar, í dökkum við, veggir hvítir og áklæði í rauðum litum. Á gólfum er parkett. Öll herbergin eru loftkæld, þar er sími og sjónvarp með gervihnattarásum. Öryggishólf, smábar og þráðlaus nettenging eru gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker með sturtu, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd og útsýnið er ekki af verri endanum, ýmist yfir tignarlega Teide-eldfjallið eða á haf út. 

Veitingastaðirnir eru fjórir svo að meira að segja mestu matargikkir ættu að finna eitthvað til að kæta bragðlaukana. Tveir hlaðborðsveitingastaðir bjóða upp á úrval rétta frá öllum heimshornum og inn á þann sem snýr að sundlauginni er hægt að mæta í svo til hvaða klæðnaði sem er. Veitingastaðurinn Portofino sérhæfir sig í ítölskum réttum af matseðli og úrvali drykkja og Mediterraneo bætir við réttum frá öllum Miðjarðarhafslöndum.

Í hótelgarðinum sem er gróinn og fallegur eru tvær sundlaugar, auk busllaugar fyrir börnin. Sólbekkir og sólhlífar eru hringinn í kringum laugarnar. Starfsfólk sér þeim sem áhuga hafa á fyrir skemmtun fram á kvöld, börnum jafnt sem fullorðnum.
Ef hvíld og slökun er í fyrirrúmi er þetta rétti staðurinn því að heilsulindin er vel búin. Þar er innilaug með öldum og nuddi, gufubað, vatnsmeðferðir, nudd og aðrar líkamsmeðferðir. Til að engum leiðist hafa gestir auk þess billjarð- og borðtennisborð til afnota auk tennisvalla. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er gjafavöruverslun, þvotta- og þurrhreinsiþjónusta, bílaleiga og aðstoð við miðakaup og ferðaskipulag.

Bahia Principe San Felipe er fullkomið til að slaka á og hlaða batteríin í fríinu. Hér er allt til alls en nóg er einnig af afþreyingu í nágrenninu, næturlíf, vatnasport, spennandi göngu- og hjólaleiðir, vatnagarðar og veitingastaðir.

Vinsamlega athugið að akstur er ekki í boði til Puerto de la Cruz og fararstjóri er ekki á staðnum. Hægt er að ná í fararstjóra í þjónustusíma. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 90 km
 • Strönd: Við Martinez strönd
 • Miðbær: Í göngufæri við verslanir og veitingahús í Puerto de Cruz

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun