Ballsbridge

Vefsíða hótels

Ballsbridge-hótelið er í einu fínasta hverfi Dyflinnar og úrval veitingastaða og krár, verslanir og veitingastaðir í göngufæri.  

Hótelið er stórt, með 392 herbergi og góða sameiginlega aðstöðu fyrir stóra hópa. Það er líka vinsælt fyrir einstaklinga og hópa sem sækja viðburði á hinum nýja og glæsilega Aviva-þjóðarleikvangi sem er skammt frá hótelinu. Um 30 mín gangur er að Stephen´s Green sem er í hjarta borgarinnar.

Herbergin eru rúmgóð, í klassískum stíl og búin öllum þægindum. Sérbaðherbergi er á öllum herbergjum, þráðlaus netaðgangur, te- og kaffibúnaður, fjölrása sjónvarp, hárþurrka og buxnapressa.

Raglans-veitingahúsið á hótelinu býður upp á fjölbreytta þjóðlega matreiðslu úr bestu fáanlegum hráefnum hverju sinni. Þá er einnig dæmigerður írskur bar á hótelinu og heitir því kunnuglega nafni The Dubliner.  Þar er oft lífleg stemning þegar eitthvað er um að vera á Aviva-leikvanginum og þangað koma innfæddir gjarnan til að fá sér gogginn af fyrirtaks matseðli og drykk fyrir og eftir leik. Einnig má horfa þar á leiki á stórum skjáum.

Ballsbridge er vinsælt ráðstefnuhótel með 13 fundarsali og getur hýst ráðstefnur og uppákomur fyrir allt að 1.000 manns.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 16 km
 • Miðbær: 2 km - 30 mín. ganga - strætó stoppar fyrir framan hótelið
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun