Barbacan Sol, Playa del Inglés
Vefsíða hótels

Barbacan Sol er mjög skemmtilegt og vel viðhaldið íbúðahótel hefur verið mikið sótt af íslenskum sólardýrkendum um langt skeið.
Hótelið er staðsett miðsvæðis, rétt hjá Ensku ströndinni. Það er þekkt fyrir heimilislegt andrúmsloft og góða þjónustu. Yumbo verslunarmiðstöðin er í um 200 m fjarlægð og gyllta ströndin er í um 1 km fjarlægð.
Á hótelinu eru bæði íbúðir og smáhýsi. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum. Allar íbúðirnar eru með vel búnu eldhúsi og rúmgóðum svölum.
Vegna lögunar og legu hótelsins er mjög misjafnt hversu mikil sól skín á svalir herbergjanna, einhverjar svalir eru með sól allan daginn en aðrar fá ekki sól.
Smáhýsin eru aðeins stærri en íbúðirnar, öll með tveim svefnherbergjum og tveim baðherbergjum. Þau dreifast um garðinn við hótelið, við hvert smáhýsi er verönd og eins er sólbaðsaðstaða ( með sólbekkjum) á þaki húsanna.
Hægt er að velja um að vera án fæðis á sumrin, bæta við morgunverði eða hálfu fæði. Á veturna er morgunverður innifalinn. Einnig er hægt að bæta við hálfu fæði (morgunverði og kvöldverði).
Barbacan Sol er með hlaðborðsveitingastað, a la carte veitingastað, sundlaugarbar og huggulega setustofu með verönd sem er opin á kvöldin líka.
Garðurinn er mjög skemmtilega hannaður með sundlaug, barnalaug og heitum pottum. Á hótelinu er skemmtidagskrá yfir daginn og mjög góð aðstaða er til ýmis konar íþróttaiðkunar, meðal annars minigolf og strandblak.
Golfvöllurinn á Maspalomas er rétt hjá og einnig Cita Shopping Center. Barbacan Sol er vel staðsett og gott hótel.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 30 km
- Frá miðbæ: 300 m
- Veitingastaðir: 150 m
- Frá strönd: 1,5 km
Aðstaða
- Þráðlaust net
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Íbúðir: Íbúðir með einu eða tveimur svefnherbergjum eða smáhýsi
- Ísskápur
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði