Barcino hotel
Vefsíða hótels

Þægilegt og hlýlegt hótel á einstökum stað í iðandi mannlífi Gotneska hverfisins, elsta hluta Barcelona, rétt við Römbluna og dómkirkjuna.
Herbergin eru 61, smekklega innréttuð í hlýlegum litum. Marmari er á gólfum. Vistarverur eru tveggja manna en hægt er að fá þriggja manna herbergi með svefnsófa. Vistarverur eru hljóðeinangraðar og búnar sjálfsögðum þægindum eins og loftkælingu og upphitun, sjónvarpi, síma, öryggishólfi gegn gjaldi og þráðlausri nettengingu gestum að kostnaðarlausu. Á baðherbergjum, sem eru marmaraklædd í hólf og gólf er hárþurrka og ókeypis baðvörur.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal en ekki er veitingastaður á hótelinu. Drykkjarvörusjálfsali eru á hótelinu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, boðið er upp á þvottaþjónustu og strauningu og starfsfólk aðstoðar við miðakaup á viðburði.
Staðsetning hótelsins er hreint frábær, mitt í iðandi mannlífi elsta hluta borgarinnar, Gotneska hverfinu. Þröngar steinilagðar göturnar og gamlar byggingar gera þennan borgarhluta einstaklega sjarmerandi. Dómkirkjan er steinsnar frá hótelinu auk fjölda safna og sögulegra bygginga. Stutt er á Römbluna og einnig er upplagt að fá sér göngutúr niður að ströndinni. Fjöldi lítilla veitingastaða er í næsta nágrenni og hér iðar allt af lífi frá morgni til kvölds.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðbænum
- Flugvöllur: 17 km
- Strönd: Stutt í strönd
- Veitingastaðir: Allt í kring
Aðstaða
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Morgunverður