fbpx Bernini Palace, Flórens | Vita

Bernini Palace, Flórens
5 stars

Vefsíða hótels

Lúxushótel í 15. aldar byggingu, rétt við Signoria-torg og Uffizi-safnið í miðbæ Flórens. Staðsetningin gæti ekki verið betri, héðan er stutt í allt, söfnin, kirkjurnar og bestu verslanir og veitingastaði borgarinnar.
Í hótelinu eru 74 herbergi og svítur sem rúma tvo til þrjá einstaklinga. Innréttingar eru hlýlegar og glæsilegar, í klassískum ítölskum stíl. Í Deluxe-herbergjum og svítum eru antíkhúsgögn frá endurreisnartímanum og Murano-gler í ljósakrónum. Loftkæling og upphitun er í öllum vistarverum, sími, flatskjársjónvarp, öryggishólf og vel útbúinn smábar með ókeypis vatni. Á baðherbergjum er hárþurrka, baðvörur, innskór og sloppar og ýmist baðker eða sturta. Þráðlaust net er á öllu hótelinu gestum að kostnaðarlausu. 

Ríkulegt morgunverðarhlaðborð er borið fram í Sala Parlamento þar sem freskur prýða loftin og þingmenn ítalska konungdæmisins funduðu fyrr á öldum. Veitingastaðurinn La Chiostrina er á jarðhæðinni og þar er mikill metnaður lagður í matargerðina með áherslu á ítalska sælkerarétti í bland við nýjungar. Setustofubarinn er stórglæsilegur og þar eru í boði léttir réttir, ljúffengir kokteilar og fínustu vín. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, þvottahús, þurrhreinsun og strauþjónusta. Starfsfólk leggur mikla áherslu á góða þjónustu við gesti og aðstoðar við miðapantanir, gjaldeyrisskipti og veitir aðstoð við skipulagningu skoðunarferða. 
Bernini Palace er í 15. aldar hallarbyggingu og gæti ekki verið betur staðsett í sögulegu hjarta Flórensborgar. Hér hafa margir helstu listamenn, aðalsmenn og ráðamenn á Ítalíu gist í gegnum tíðina og á byggingin sér ríka sögu. Signoria-torg, þinghúsið, Uffizi-safnið og Ponte Vecchio-brúin eru í nokkurra metra fjarlægð og í götunum kring eru margir bestu veitingastaðir og verslanir borgarinnar. Önnur helstu söfn og kennileiti eru flest í léttu göngufæri. 

Vinsamlega ath. að ferðamannaskatt þarf að greiða við komu og er hann EUR 5.00 á mann / á nótt fyrir Bernini Palace.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 81 km frá flugvellinum í Pisa
  • Miðbær: Í miðbænum
  • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Herbergi

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun