fbpx Best Tenerife, Playa de las Américas | Vita

Best Tenerife, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Huggulegt hótel á frábærum stað, í hjarta Amerísku strandarinnar, aðeins 300 metra frá Las Vistas ströndinni. Heilsulind, hlaðborðsveitingastaður og krakkaklúbbur. Verslanir, veitingastaðir og iðandi mannlíf allt um kring.

Hér er hlekkur með öllum helstu upplýsingum um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á Best Tenerife

Í hótelinu eru 399 snyrtileg herbergi, ætluð allt að fjórum einstaklingum. Innréttingar eru smekklegar, í millibrúnum við og björtum litum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, sími, öryggishólf gegn gjaldi og ókeypis þráðlaus nettenging. Fyllt er á smábar gegn gjaldi. Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur. Fjölskylduherbergin eru á neðstu hæð. Senator-herbergin eru á efri hæðum hótelsins og þar eru innréttingar nútímalegri í ljósum við og litum. Þeim fylgir aðstaða til að laga te og kaffi, vatn á flöskum, baðsloppar og inniskór auk aðgangs að verönd með balíbeddum og nuddpottum. Við öll herbergi eru svalir búnar húsgögnum.

Hlaðborðsveitingastaðurinn er opinn á morgnana, í hádeginu og á kvöldin og þar má fylgjast með kokkunum að störfum. Auk sundlaugarbarsins er diskó og píanóbar þar sem ljúfir lifandi tónar hljóma á kvöldin.
Í hótelgarðinum eru tvær skemmtilegar sundlaugar, með sólbekkjum og sólhlífum í kring, og hægt er að ganga á brú yfir aðra þeirra. Önnur er hituð upp yfir kaldari mánuði. Sérlaug er fyrir börnin og dagskrá allan daginn sem endar á krakkadiskói seinnipartinn. Afþreyingardagskrá er einnig allan daginn fyrir þá eldri.

Heilsulindin er nútímaleg með lítilli laug með nuddi og vatnsfossum. Þar er gufubað og hvíldarhreiður og boðið upp á vatns- og hitameðferðir, handa-, fóta- og höfuðnudd, paranudd og aðrar nudd- og snyrtimeðferðir af öllu tagi. Líkamsræktaraðstaðan er ágæt.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hraðbanki, bílaleiga, lítil kjörbúð og þvotta- og þurrhreinsiþjónusta.

Best Hotel er á hreint frábærum stað í iðandi mannlífinu í hjarta bæjarins. Afþreying á hótelinu fyrir alla fjölskylduna, bæði fjör og fullkomin slökun. Einungis 300 metrar á ströndina og veitingastaðir, verslanir, barir og afþreying af öllu tagi í götunum í kring.

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 17 km
 • Miðbær: Í hjarta bæjarins
 • Strönd: 300 m á strönd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Eru með herbergi með hjólastólaaðgengi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi
 • Minibar: Gegn gjaldi

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun