Best Western Crimea

Vefsíða hótels

Einfalt og þægilegt hótel á mjög góðum stað rétt við bakka árinnar Pó og stutt frá Santa Maria del Monte kirkjunni. Veitingastaðir og verslanir í götunum í kring og 300 metrar í miðbæinn.  

Herbergin eru 49 og skiptast í einstaklingsherbergi, herbergi sem rúma tvo eða þrjá fullorðna og fjölskylduherbergi sem rúma tvo fullorðna og tvö börn. Classic herbergin eru snyrtileg og þægilega innréttuð, í mismunandi við og litum með teppi á gólfum. Innréttingar á Comfort herbergjum eru nútímalegar og stílhreinar og parkett er á gólfum. Á öllum herbergjum eru sjálfsögð þægindi eins og stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar með snarli og drykkjum og öryggishólf. Á baðherbergjum er ýmist baðker eða sturta og þar er hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er á hótelinu öllu gestum að kostnaðarlausu. 

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal með fjölbreyttu úrvali rétta. Mikil áhersla er lögð á ferskt hráefni úr nágrenninu. Hægt er að velja um glútenlaust og lífrænt ræktað. Setustofubarinn býður upp á úrval áfengra og óáfengra drykkja með sérstaka áherslu á bjór og léttvín sem framleitt er í héraðinu. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla, þvotta-, þurrhreinsi- og strauþjónusta. Hægt er að leigja hjól á hótelinu og gefur starfsfólk upplýsingar um skemmtilegar hjólaleiðir og hvernig best er að komast leiðar sinnar um borgina á þessum fararskjóta. Fyrir þá sem leigja bíl eru næg bílastæði nálægt hótelinu.

Best Western Crimea er fjölskyldurekið hótel á mjög góðum stað í fallegu hverfi rétt við bakka árinnar Pó og 300 metra frá miðbænum. Enginn veitingastaður er á hótelinu en nóg er af þeim í götunum í kring. Auðvelt er að komast með almenningssamgöngum að öllum helstu kennileitum og söfnum borgarinnar. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: 300 metrar í miðbæinn
 • Veitingastaðir: Í götunum í kring. Veitingasalur með morgunverð.

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun