Best Western Plus Genova

Vefsíða hótels

Mjög gott og þægilegt hótel á besta stað í hjarta Tórínó. Örstutt frá Porta Nova lestarstöðinni og fjöldi veitingastaða og verslana í götunum í kring. 

Í hótelinu eru um 83 nýuppgerðar vistarverur, sem skiptast í herbergi og junior svítur sem rúma allt að þrjá einstaklinga. Herbergin eru innréttuð á mismunandi hátt, stíllinn getur verið nútímalegur eða klassískur og allt þar á milli. Allar vistarverur eru búnar loftkælingu og upphitun, síma, flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum og greiðslurásum, smábar og aðstöðu til að laga kaffi og te.
Á baðherbergjum er baðker eða sturta, hárþurrka og ókeypis baðvörur. Þráðlaus nettenging er gestum að kostnaðarlausu.

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal. Enginn veitingastaður er í hótelinu en á setustofubarnum er hægt að fá kaffi og aðrar fljótandi veitingar allan sólarhringinn og snarl úr sjálfsölum. 

Heilsulind er í hótelinu, með heitum potti, gufubaði og hvíldarhreiðri og hægt er að panta nuddmeðferðir. Tækin í líkamsræktaraðstöðunni eru ný. 

Í gestamóttökunni er töskugeymsla og boðið er upp á þvotta- og þurrhreinsiþjónustu auk sjálfsafgreiðsluþvottahúss.  

Best Western Plus Hotel Genova er á besta stað í hjarta Tórínó, örstutt frá Porta Nova lestarstöðinni. Það kemur ekki að sök að enginn veitingastaður sé á hótelinu þar sem fjöldi þeirra er í götunum í kring, það sama má segja um verslanir og skemmtistaði. Mörg helstu söfn og kennileiti borgarinnar eru í léttu göngufæri en neðanjarðarlestir og sporvagnar sem stoppa örstutt frá hótelinu sjá um að koma gestum á aðra áfangastaði.

 

Fjarlægðir

 • Miðbær: Í miðbæ
 • Veitingastaðir: Allt um kring

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun