Beverly Park, Playa del Inglés - San Agustin
Vefsíða hótels
Beverly Park hótelið er á frábærum stað, 100 metra frá ströndinni. Það tilheyrir San Agustin en 15 - 20 mínútur gangur er á Ensku ströndina og í miðbæinn með verslanir, veitingastaði og iðandi mannlíf.
Í hótelinu eru 469 herbergi sem taka frá tveimur og upp í fjóra einstaklinga. Herbergin eru einföld, ekki stór og komin nokkuð til ára sinna. Allar vistarverur hafa síma, sjónvarp með gervihnattarásum og svalir. Á herbergjum er ekki ísskápur en starfsfólk aðstoðar gesti við að taka á leigu ísskáp ef þeir kjósa svo. Loftkæling er yfir sumarmánuði. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Þráðlaust netsamband er í sameiginlegum rýmum á hótelinu. Öryggishólf eru í gestamóttöku.
Hlaðborðsveitingastaður er í hótelinu og þar fæst úrval alþjóðlegra rétta bæði í hádeginu og á kvöldin. Við sundlaugina er opinn snarlbar fram eftir degi. Þar er einnig hægt að næla sér í ljúfan drykk til að kæla sig niður – eða hita sig upp fyrir kvöldið. Á setustofubarnum er lifandi tónlist fram eftir kvöldi.
Fimm sundlaugar eru í hótelgarðinum, þrjár fyrir fullorðna og tvær busllaugar fyrir börnin. Hótelgarðurinn er gróinn og þar eru sólbekkir og sólhlífar. Krakkaklúbbur er starfræktur við hótelið og sérstakt leiksvæði er fyrir börnin.
Í heilsulindinni eru tveir nuddpottar og gufubað og boðið er upp á nuddmeðferðir. Einnig er hárgreiðslu- og snyrtistofa í hótelinu.
Engum þarf að leiðast á Hotel Beverly Park, starfsfólk sér um skemmtidagskrá á daginn og kvöldin. Auk þess er tennisvöllur við hótelið og minigolfvöllur og í leikjaherbergi er billjarð- og borðtennisborð.
Hótelið er aðeins 100 metra frá ströndinni og því stutt að fara fyrir þá sem kjósa frekar að leggjast í sandinn en við sundlaugarbakkann. Verslunarmiðstöð er í nokkurra mínútna fjarlægð og kortersgangur að strönd með veitingastöðum, verslunum og fjörugu mannlífi.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 30 km
- Frá miðbæ: 15 min
- Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni (enska ströndin)
- Frá strönd: 100 metrar
Aðstaða
- Nettenging: Í sameiginlegum rýmum
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Loftkæling
- Öryggishólf: Í gestamóttöku
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið, Hálft fæði