Brisa Sol, Albufeira
Vefsíða hótels
Fjögurra stjörnu hótel sem ætti að vera mörgum Íslendingum kunnugt. Brisa Sol hefur ávallt notið mikilla vinsælda og eru góðar ástæður fyrir því. Staðsetningin, vistarverur og viðmót starfsfólk veldur því að margir gestir vilja hvergi annarsstaðar vera.
Hótelið er íbúðahótel og því geta gestir auðveldlega séð sjálfir um matseld. Fjöldinn allur af góðum og fjölbreyttum veitingastöðum eru þó nálægt hótelinu. Öll nauðsynleg þægindi fylgja rúmgóðum íbúðunum, sem eru bjartar og sjarmerandi.
Stór og góður sundlaugagarður með stórri sundlaug og tveim litlum barnalaugum eru við hótelið. Aðstaðan er mjög góð fyrir barnafjölskyldur. Hægt er að kaupa léttar veitingar rétt við sundlaugina. Sérstakt leikherbergi er að finna í garðinum auk þess sem leikherbergi er inni á hótelinu með mini-golfi og tölvuleikjum.
Góður veitingastaður er á hótelinu og bar sem er opinn á kvöldin. Hótelið er um tíu mínútna göngu fjarlægð frá miðbæ Albufeira þar sem gaman er að skoða sig um.
Brisa Sol er afar smekklegt hótel sem svíkur engan og það hefur langoftast fengið frábæra dóma hjá ferðalöngum í gegnum tíðina.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 45 km
- Miðbær: 900 m
- Strönd: 900 m
- Veitingastaðir: 100 m
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
- Íbúðir: Íbúðir m/1 svefnherbergi og studio
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis