Brooks Boutique

Vefsíða hótels

Einstaklega fallegt fjögurra stjörnu hótel mjög vel staðsett í miðborg Dyflinnar. Hótelið lætur ekki mikið yfir sér þegar komið er að því, en þegar inn er komin er allt sérlega smekklegt. Örstutt er að göngu- og verslunargötunni Grafton Street að Trintity College og í Temple Bar hverfið.

Veitingarstaður hótelsins Francesca's Restaurant  er einn af betri veitingastöðum borgarinnar og barinn Jasmine er nútímalegur og smart. Á hótelinu er einnig tækjasalur og sauna. Herbergi eru hlýleg og búin helstu þægindum eins og síma, gervihnattasjónvarpi með flatskjá,  kvikmyndarásum, nettengingu, smábar og hárþurrku.

Brooks Hotel er meðlimur í Small Luxury Hotels of the World. Það hefur verið valið eitt af 100 bestu dvalarstöðum á Írlandi í Bridgestone-leiðsöguvísinum síðastliðin 3 ár.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Veitingastaðir: Francesca's býður upp á írska og alþjóðlega matreiðslu auk þess er notalegt kaffihús á hótelinu
 • Bar: Jasmine Bar er fyrsti 'Great Whiskey Bar of the World" bar Írlands.
 • Nettenging: frítt wifi á herbergjum og sameiginlegum rýmum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun