Buenavista, Benidorm
Vefsíða hótels

Einfalt og snyrtilegt íbúðahótel, 15 mínútur frá Levante-ströndinni og Aqualandia-vatnsrennibrautagarðinum.
Í hótelinu eru 70 fimmtíu fermetra íbúðir með einu svefnherbergi sem rúma ýmist tvo, þrjá eða fjóra einstaklinga. Innréttingar eru látlausar og snyrtilegar. Flísar eru á gólfum. Íbúðirnar eru búnar öllum helstu þægindum, loftkælingu yfir sumarmánuðina og kyndingu yfir vetrarmánuðina, sjónvarpi með gervihnattarásum og öryggishólfi. Í eldhúskrók er ísskápur, keramikhelluborð, örbylgjuofn, kaffivél og öll nauðsynleg eldhúsáhöld. Á baðherbergjum er baðker. Við allar íbúðirnar eru svalir. Þráðlaus nettenging stendur gestum til boða gegn gjaldi.
Kaffihús með bar er á hótelinu og þar er hægt að tylla sér með heitan kaffibolla að morgni dags eða slaka á með svalandi drykk við hönd eftir langan dag á ströndinni.
Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar og verönd í kring þar sem sólbaðsaðstaða er ágæt, með sólbekkjum og sólhlífum. Innisundlaug og heitur pottur eru á hótelinu.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn, þar er töskugeymsla og starfsfólk aðstoðar við gjaldeyrisskipti, bílaleigu og veitir ferðaleiðbeiningar og upplýsingar um afþreyingu í nágrenninu. Verslun með helstu nauðsynjum er á staðnum og einnig þvottahús með myntþvottavélum og þurrkurum.
Buenavista-íbúðahótelið er á fínum stað, stutt frá veitingastöðum og verslunum í Benidorm. Kortersgangur er niður á Levante-ströndina og það sama má segja um Aqualandia-vatnsrennibrautagarðinn. Um fimmtán mínútur tekur að keyra að Terra Mítica-skemmtigarðinum og stutt er í golfvelli, vatnasport og aðra afþreyingu af ýmsu tagi.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 60 km
- Strönd: Kortersgangur á Levanta ströndina
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Lyfta
- Nettenging: Gegn gjaldi
Vistarverur
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
Fæði
- Án fæðis