fbpx Camden Court. Gott hótel. Vel staðsett. Stephen´s Green garðurinn í göngufæri.

Camden Court
4 stars

Vefsíða hótels

Gott hótel sem er vel staðsett nálægt Stephen´s Green garðinum í göngufæri við miðbæinn.  Á hótelinu er heilsurækt og sundlaug, einnig veitingastaður, bar og krá þar sem hægt er að fá létta rétti. Miðbærinn er í 10 - 15 mín göngufjarlægð. Við hliðina á hótelinu er frábær írskur bar The bleeding horse, en þar er kjörið að setjast inn eftir bæjarrölt og fá sér einn Guinness.

Herbergin eru stór og vel búin með sjónvarpi, síma, internettengingu, hárþurrku, buxnapressu og bakka með hraðsuðukönnu, te og kaffi.
Sameiginleg aðstaða er fín og góðar seturstofur við gestamóttökuna. Hótel sem hentar mjög vel fyrir hópa.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 13 km
 • Miðbær: 10 - 15 mínútur
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Bar: Á hótelinu og ekta írskur bar við hliðina á hótelinu
 • Nettenging: frítt wifi á herbergjum og sameiginlegum rýmum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun