fbpx Celebrity Constellation | Vita

Celebrity Constellation
5 stars

Vefsíða hótels

Celebrity Constellation er í svokölluðum „Millennium" flokki hjá Celebrity Cruises, en þau eru um 90.000 lestir. Innréttingar skipsins einkennast af marmara, klassískum viðarinnréttingum og gleri. Allur aðbúnaður og vistarverur bera vott um gæði og glæsileika.

Celebrity Constellation fór í sína jómfrúarferð árið 2002, er 91.000 lestir, tæplega 300 metrar á lengd og með rými fyrir liðlega 2.000 farþega. Skipið var endurnýjað árið 2017.
Aquaspa er heilsulind með nuddpottum, gufu, sauna, persnenskum garði og sólarium með glerþaki. Ótal sérfræðingar bjóða ýmsar dekur- og heilsubætandi meðferðir gegn gjaldi.

Klefarnir eru ýmist með tvíbreiðu rúmi eða tveimur rúmum, setkrók með sófa og skrifborði, minibar, öryggishólfi og sjónvarpi. Hægt er að bóka skoðunarferðir, horfa á kvikmyndir og panta herbergisþjónustu í klefann í gegnum sjónvarpið. Baðherbergi er með sturtu, snyrtivörum, baðsloppum og hárþurrku. Sængurfötin eru ofin úr egypskri bómull og herbergisþjónusta er opin allan sólarhringinn.

Á efsta þilfarinu er skokkbrautin, þar sem hægt er að ganga eða hlupa hringinn um skipið. Unaðslegur hitabeltisgarður er í útsýnisturninum. "The Conservatory" og á sólarþilfarinu er sundlaug, sólbekkir og barir.

Kvöldverður eru borinn fram í aðal veitingasal skipsins, sem heitir Metropolian og er á tveimur hæðum. Við sérstök tækifæri er gaman að bóka borð á spariveitingastaðnum, SS United States Restaurant, sem er innréttaður í anda skipanna, sem sigldu yfir Atlantshafið í upphafi farþegasiglinga. Greiða þarf 30 dollara þjónustugjald á mann á SS United States.

Barir eru um allt skip, einn er sérhæfður í kampavíni, annar í martini og þegar kvöldar taka við glæsilegar sýningar og uppákomur í flottu 4ra hæða leikhúsi. Ótal afþreyingarmöguleikar, að ógleymdri fyrsta flokks þjónustunni sem fæst um borð, gera siglingu með Celebrity Constellation ógleymanlega.

Fjarlægðir

 • Veitingastaðir: Um borð

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Herbergi: Klefar með svölum eru í verðflokki 2A og C2 á Vista og Penthouse þilfari. Ytri klefar í verðflokki 06 eru án svala.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka
 • Verönd/svalir: Í ákveðnum verðflokki, sjá verð og innifalið

Fæði

 • Fullt fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun