Checkin Atlántida Bungalows, Los Cristianos
Vefsíða hótels

Checkin Atlántida Bungalows er skemmtilegt og einfalt íbúðahótel staðsett í Los Cristianos, í um 10 mín göngufjarlægð frá ströndinni.
Við hótelið eru þrjár sundlaugar, þar af tvær upphitaðar. Góð sólbaðsstaða er í garðinum en þar er gervigras hringinn í kringum sundlaugarnar, sólbekkir og "bali beds". Minigolfvöllur er við hótelið, tennisvöllur, blakvöllur og körfuboltavöllur. Einnig er lítil líkamrækaraðstaða á hótelinu. Veitingastaðurinn býður upp á hlaðborð og hægt er að velja um íbúð án fæðis, með morgunverði, hálfu fæði eða öllu inniföldu. Sundlaugarbar er í garðinum með drykkjum og snarli. Skemmtidagskrá á daginn og kvöldin. Ath. Í garðinum eru tröppur sem gætu verið erfiðar fyrir þá sem ekki auðvelt með að ganga og tröppur upp í íbúðirnar. Einnig eru íbúðirnar staðsettar á misjöfnum stað í garðinum og því getur verið þó nokkur spölur frá móttöku að íbúðum.
Íbúðirnar eru með lítilli eldhúsaðstöðu með helluborði, örbylgjuofni, ísskáp, katli, kaffivél og ristavél. Hægt er að velja um standard búðir með einu eða tveimur svefnherbergjum, superior íbúðir sem eru með uppgerðum baðherbergjum eða premium íbúðir eru með stærri svölum þar eru m.a. 2 sólbekkir. Í premium íbúðum er loftkæling innifalin, en í flestum öðrum íbúðum er hægt að fá loftkælingu gegn gjald en þó eru nokkrar íbúðir sem eru án loftkælingar.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 mín
- Strönd: 10 mín
Aðstaða
- Sturta
- Sundlaug
- Þvottaaðstaða
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Gestamóttaka
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Lyfta: Nei
Vistarverur
- Sjónvarp
- Kaffivél
- Ísskápur
- Íbúðir
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
Fæði
- Allt innifalið
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis