Cicerone

Vefsíða hótels

Gott hótel miðsvæðis í Róm, á góðum stað í Prati hverfinu, í göngufæri við Péturskirkjuna og frábærar verslanir
Á herbergjum eru loftkæling, gervihnattasjónvarp, þráðlaust internet, smábar, öryggishólf og hárþurrka. Í boði er að fá herbergi þar sem má reykja. 

Á hótelinu er sérlega góður veitingastaður sem býður ítalska og evrópska rétti sem koma munnvatninu á hreyfingu og mikið úrval vína til að njóta með matnum. Innifalið vel útlátið morgunverðarhlaðborð. Píanóbar á kvöldin. Lítil en ágætlega búin líkamsrækt.

Cicerone er í hinu fína Prati hverfi miðsvæðis í Róm, en þar er að finna margar flottar verslanir. Fjölmarga áhugaverða staði er að finna í næsta nágrenni, meðal annars eru tæpir 2 km í Trevi brunninn, Spænsku þrepin og Navóna torgið, ríflega 2 km í Péturkirkjuna, tæpir 3 km í Rómartorgið (Forum Romanum) og hálfur fjórði km í hringleikahúsið Colosseum. 
Í næsta nágrenni er fjöldi frábærra veitingastaða og einfalt að skjótast í verslunarhverfið Via del Corso.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 32 km
 • Miðbær: Í göngufæri frá Vatikaninu
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun