Cleopatra Palace, Playa de las Américas
Vefsíða hótels
Cleopatra Palace er klassískt og glæsilegt hótel með létt rómverskt yfirbragð. Hótelið er á frábærum stað á Playa de las Americas svæðinu. Góður kostur fyrir alla sóldýrkendur.
Cleopatra er hluti af Mare Nostrum hótelkeðjunni, með 431 herbergi sem skiptast í tveggja til þriggja manna herbergi og svítur. Sum þeirra eru með stórbrotnu útsýni til sjávar.
Herbergin eru innréttuð á bjartan og stílhreinan hátt, húsgögn eru klassísk og vistarverur eru allar hinar snyrtilegustu. Á gólfum eru glansandi flísar. Í öllum herbergjum er loftkæling, nettenging, sjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf og míníbar. Öllum herbergjum fylgja svalir eða verönd með sólstólum. Baðherbergin eru með marmaraflísum sem gerir þau mjög snyrtileg. Þar er sturta, baðkar, sími, hárþurrka og helstu snyrtivörur.
Gestir geta valið um nokkra fjölbreytta veitingastaði inni á hótelinu eða í hótelgarðinum við sundlaugina. Meðal annars er boðið upp á Miðjarðarhafsrétti og alþjóðlega rétti. Hard Rock Café er svo við hótelið. Morgunmatur er framreiddur á hlaðborði og einnig er hægt að fá sér kvöldverð af girnilegu hlaðborði. Fjölmargir aðrir kostir eru í boði þegar kemur að snarli yfir daginn – til dæmis er hægt að skella sér á djús- og salatbar. Því ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi. Úrvalið af börum er líka gott því þarna er meðal annars sportbar, bar á veröndinni þar sem hægt er að slaka á yfir drykk og njóta útsýnisins.
Einnig er svæði þar sem er skemmtidagskrá og svo er næturklúbbur.
Hótelgarðurinn er stór og er hönnunin á honum í rómverskum stíl. Garðurinn er skipulagður með öllu sem þarf fyrir gott sólarfrí. Mikið er af sólbekkjum og góð sundlaug en svo er auðvitað stutt á ströndina.
Gestir Cleopatra hafa líka aðgengi að hótelgarði Mediterranean Palace.
Líkamsræktaraðstaða er á hótel Cleopatra og heilsulind þar sem hægt er að slaka á við innisundlaug eða panta sér meðferðir. Ýmislegt er um að vera á hótelinu og eitthvað fyrir alla, tennisvöllur, blakvöllur og mínígolfvöllur. Þar er leiksvæði fyrir börnin, starfræktur er krakkaklúbbur en einnig er boðið upp á dagskrá fyrir fullorðna. Aðeins tekur nokkrar mínútur að komast í verslanir og næsti golfvöllur er steinsnar frá hótelinu.
Cleopatra Palace hefur allt sem þarf fyrir sólarfrí með fjölskyldunni, hvort sem leitað er að fjöri, rólegheitum eða sitt lítið af hvoru.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 18 km
- Frá strönd: Stutt á strönd
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Nettenging
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Barnaleiksvæði
- Barnadagskrá
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði