Club Santa Rosa, Costa Teguise
Vefsíða hótels

Club Santa Rosa er frábært íbúðahótel í Costa Teguise. Stutt í miðbæinn, íþróttaiðkun og fjörið á ströndinni.
Á hótelinu eru 128 íbúðir sem eru með einu eða tveimur herbergjum. Íbúðirnar eru rúmgóðar og henta vel sem heimili að heiman en í þeim er sjónvarp með gervihnattastöðvum, internet, öryggishólf, sófi öll helstu húsgögn. Í öllum íbúðum er fullbúið eldhús með örbylgjuofni, ísskáp, kaffivél, katli, brauðrist og öllu því helsta sem þarf til matargerðar. Út frá öllum íbúðum eru svalir eða verönd með góðum útihúsgögnum. Baðherbergin eru flísalögð með ljósum flísum. Þar er góð sturta og hárþurrka. Sjálfsalaþvottahús er á hótelsvæðinu og næsta verslun er aðeins í 100m fjarlægð frá hótelinu.
Á hótelinu eru tveir veitingastaðir sem bjóða upp á morgunverðar-, hádegisverðar- og kvöldverðarþjónustu. Hægt er að velja á milli þess að njóta matar af girnilegu hlaðborði eða panta af matseðli. Í hótelgarðinum er svo bar þar sem hægt er að kaupa drykki, snarl og léttar máltíðir yfir daginn.
Hótelgarðurinn er mjög stór og hentugur fyrir alla, hvort sem þeir vilja leika sér eða slaka á. Hann er gróðursæll sem gerir svæðið mjög notalegt. Í garðinum er stór sundlaug og barnalaug. Þar eru jafnframt góð sólbaðssvæði, bæði umhverfis sundlaugina og á sérstakri sólbaðsverönd. Sundlaugin er 25m en hún er upphituð á veturna. Jafnframt er önnur grunn laug sem er fullkomin fyrir börn. Hótelið er meðal annars frábært fyrir áhugafólk um íþróttir og hreyfingu. Góð líkamsræktarstöð er á staðnum með ýmsum tækjabúnaði, spinninghjólum og þjálfara. Heilsulind er einnig á svæðinu en þar er nuddpottur, sána og tyrkneskt bað. Nudd og aðrar snyrtimeðferðir eru gegn auka gjaldi.
Hótelið er mjög fjölskylduvænt og þar er meðal annars skemmtidagskrá fyrir börn, gríðarstórt leikjaherbergi, útileiksvæði fyrir börn og sjónvarpsherbergi. Ýmislegt fleira er hægt að gera sér til afþreyingar, t.d. er hægt er að skella sér í keilu eða spila billjarð. Einnig er hægt að spila mínígolf, blak, fótbolta, körfubolta eða petanque. Jafnframt er aðstaða til að spila tennis.
Í heildina er Apartamentos Club Santa Rosa frábær kostur fyrir fjölbreytta hópa ferðamanna; pör, íþróttafólk og ekki síst fjölskyldur.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 13 km
- Strönd: 450 m á Playa Bastian
- Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Efri hæðir aðeins aðgengilegar með tröppum
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Kaffivél
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Íbúðir
- Ísskápur: Lítill
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður
- Án fæðis