fbpx Columbus hotel á Playa de la Américas, flott staðsetning

Columbus hotel, Playa de las Américas
3 stars

Vefsíða hótels

Columbus hotel er vel staðsett „allt innifalið" hótel á Amerísku ströndinni. Fjörugt umhverfi. 

Hér eru í boði herbergi sem taka allt að fjóra gesti (2 fullorðna og 2 börn).
Öll herbergin eru björt og snyrtileg með loftkælingu. Baðherbergin eru með sturtu. 

Aðstaðan er góð og engum sem þarf að leiðast. Má nefna, leikjaherbergi "game room", bar, líkamsrækt, heilsulind og krakka klúbb.
Heilsulindin er hugguleg.

Lítill en góður garður með sólbaðsaðstöðu, sundlaug og barnalaug er við hótelið. Netaðgangur er í sameiginlegum rýmum og líkamsrækt sem er opin alla daga nema sunnudaga

Þakverönd er í boði ofan á byggingu á einni hæð, sem tengir íbúðabygginguna Columbus og hótelbygginguna. 

Hótelið er vel staðsett í göngufæri frá mannlífi, veitingastöðum og verslunum. Umhverfið er líflegt og hentar síður fyrir þá sem eru að leita að ró og næði. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: í bænum
 • Veitingastaðir: 100 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi 6 EUR fyrir 1 klst

Vistarverur

 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi, 15 EUR fyrir vikuna
 • Sjónvarp: Ath. að sjónvörpin í herbergjunum ganga fyrir smámynt

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun