Columbus íbúðir, Playa de las Américas

Vefsíða hótels

Íbúðarhótelið Columbus er frábær kostur á mjög góðum stað á Amerísku ströndinni á Tenerife.

Íbúðirnar eru einstaklega bjartar, með ljósum húsgögnum.
Hægt er að velja um studio íbúðir eða íbúðir með einu svefnherbergi. Íbúðirnar eru með örbylgjuofni og baðherbergin eru með sturtu. 

Sameiginleg aðstaða er til fyrirmyndar og engum sem þarf að leiðast. Má nefna, leikjaherbergi "game room", bar, líkamsrækt, heilsulind, krakka klúbb og pizza stað.
Heilsulindin er mjög hugguleg.

Þakverönd er í boði ofan á byggingu á einni hæð, sem tengir íbúðabygginguna og hótelbygginguna Columbus. 

Í sundlaugagarðinum eru tvær sundlaugar og nuddpottur auk sólbaðsaðstöðu. 

Frítt þráðlaust net í sameiginlegum rýmum. Hægt er að komast í þvottahús. 

Íbúðirnar eru mjög vel staðsettar í göngufæri frá mannlífi, veitingastöðum og verslunum.

Nokkrar af íbúðum hótelsins hafa verið sérútbúnar fyrir fatlaða. Gott hjólastóla aðgengi og vel útbúnar. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 20 km
 • Miðbær: í bænum
 • Veitingastaðir: 100 m

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi, 6 EUR fyrir 1 klst

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir

Fæði

 • Án fæðis