Concord

Vefsíða hótels

Mjög flott hótel á einstaklega þægilegum stað í hjarta borgarinnar. Spölkorn frá Via Roma verslunarstrætinu og í léttu göngufæri við mörg helstu söfn og kennileiti. Porta Nuova lestarstöðin og aðrar almenningssamgöngur rétt við hótelið. 

Vistarverurnar 139 eru bjartar og rúmgóðar og skiptast í einstaklingsherbergi, tveggja til þriggja manna herbergi og svítur sem rúma allt að þrjá.  Alls staðar er loftkæling, sími, 32 tommu flatskjársjónvarp, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er ýmist baðker eða sturta, hárþurrka og baðvörur. Standard herbergin eru með hlýlegum klassískum innréttingum og parketi á gólfum. Superior herbergin eru endurnýjuð, með nútímalegum sérhönnuðum innréttingum og parketi á gólfum.
Á Superior herbergjum er hægt að panta baðsloppa og inniskó, hraðsuðuketil til að laga te og kaffi og hágæðabaðvörur. 

Morgunverður er borinn fram á hinum glæsilega American Bar og þar er einnig hægt að snæða hádegisverð og kvöldverð, fá sér létt snarl, ljúfan kokteil eða léttvín í lok dags.
Concord veitingastaðurinn býður upp á fjölbreytt úrval rétta í elegant andrúmslofti með áherslu á matargerð Piemonte-héraðs. 

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er töskugeymsla og þvotta- og strauþjónusta. Fyrir þá sem leigja bíl er einkabílageymsla við hótelið.

Staðsetning Hotel Concord er einstaklega þægileg. Verslanir og góðir veitingastaðir eru við götuna og Via Roma verslunarstrætið er í 2-3 mínútna göngufjarlægð. Almenningssamgöngur eru rétt við hótelið en annars eru mörg helstu kennileiti borgarinnar og söfn í léttu göngufæri.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 30 km
 • Miðbær: Í hjarta borgarinnar, spölkorn frá Via Roma
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun