fbpx Family Garden hótel, Ameríska ströndin. Frábær staðsetning

Coral Compostela Beach - Family Garden
3 stars

Vefsíða hótels

Coral Compostela Beach - Family Garden er einfalt íbúðahótel á frábærum stað á Amerísku ströndinni. Hótelið var tekið í gegn og flestar íbúðir endurnýjaðar veturinn 2020-2021. 

Í hótelinu eru 349 vistarverur. Íbúðirnar eru með einu eða tveimur svefnherbergjum og rúma 1-5 einstaklinga. Þær geta verið á tveimur hæðum. 
Eldhúskrókur, ágætlega vel búinn tækjum, er í öllum íbúðum. Einnig sími, sjónvarp og vifta í lofti. Einnig er hægt að leigja borðviftu í gestamóttöku.
Sturta er á baðherbergjum. Öryggishólf, hárþurrka, straujárn og þráðlaus nettenging eru í boði gegn gjaldi. Við allar vistarverur eru svalir eða verönd með húsgögnum. Herbergi eru þrifin 5 x í viku og skipt á rúmfötum 2 x í viku. Einnig er skipt um handklæði 3 x í viku. 

Fyrir þá sem kjósa að sjá ekki sjálfir um eldamennskuna er morgunverðarhlaðborð í veitingasalnum og heitir og kaldir réttir bornir fram í hádegi og á kvöldin, þar sem einfaldleikinn er í fyrirrúmi. 
Inn á milli eru til dæmis Asísk, Mexikósk og Ítölsk þemakvöld. Snarl og ís er einnig innifalið milli 10:30 og 18:00 og drykkir eru í boði frá 10:30 - 23:00 fyrir þá sem eru með allt innifalið. Þessar veitingar afgreiðast við sundlaugarbarinn Pepe's Bodega.

Í hótelgarðinum eru tvær sundlaugar, önnur ætluð börnum. Sólbaðsaðstaðan er góð og nóg af sólbekkjum og sólhlífum. Þar er einnig snarl- og drykkjabar með úrvali svalandi drykkja. Sérstakt leiksvæði er fyrir börnin. Hægt er að leigja handklæði í garðinum.
Vert er að taka fram að það eru stórir stigar niður í sundlaugagarðinn en engin lyfta alla leið niður. Hægt er að ganga út á götu og meðfram hótelinu til að sleppa við stigana en það er lengri leið. Hótelið er því ekki með fullkomið hjólastóla aðgengi. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er aðstoðað við gjaldeyrisskipti og bílaleigu. Í hótelinu er þvottahús með sjálfsafgreiðslu og kjörbúð með öllum helstu nauðsynjum.   
Það er rampur frá gestamóttöku og niður í garðinn fyrir hjólastóla. Hann er talsvert brattur en lyftan fer ekki niður í garðinn þannig að þetta er eina leiðin.  

Hótelið er á frábærum stað, rétt við Las Vistas-ströndina, svo að stutt er að fara fyrir þá sem njóta þess að finna sandinn undir tánum og fá sér sundsprett í sjónum. Gaman er að rölta eftir strandgötunni og virða fyrir sér mannlífið. Hægt er að stunda alls kyns vatnasport við ströndina og golfvellir eru ekki langt undan. Stutt er í fjölda veitingastaða, verslana og fjörugt næturlíf Amerísku strandarinnar. 

Fjarlægðir

 • Frá flugvelli: 18 km
 • Frá miðbæ: Við miðbæ
 • Frá strönd: Við strönd
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring

Aðstaða

 • Nettenging: Gegn gjaldi
 • Barnasundlaug
 • Sundlaug
 • Gestamóttaka
 • Barnaleiksvæði
 • Bar
 • Veitingastaður

Vistarverur

 • Íbúðir
 • Ísskápur
 • Kaffivél
 • Vifta: Vifta í lofti og hægt er að leigja auka viftu í gestamóttöku.
 • Öryggishólf
 • Sjónvarp

Fæði

 • Allt innifalið, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun