fbpx Coral Ocean View, gott hótel á frábærum stað

Coral Ocean View, Playa de las Américas
4 stars

Vefsíða hótels

Coral Ocean View er stílhreint hótel á fínum stað, einungis fyrir 16 ára og eldri. Fimm mínútna göngutúr inn í miðbæ Amerísku strandarinnar og einnig niður á Troya-ströndina.

Í hótelinu eru um 125 bjartar og nútímalega innréttaðar svítur. Junior svítur eru 38 fermetrar og rúma tvo og þær stærri 54 fermetrar með einu svefnherbergi, allar ætlaðar tveimur eða þremur einstaklingum. Innréttingar og veggir eru í ljósum og svalandi litum, hvítum, gráum og gleri. Parkett er á gólfum. Ekkert skortir upp á þægindin, alls staðar er loftkæling, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum og þráðlaus nettenging. Öryggishólf fæst gegn gjaldi. Í eldhúskrók er ísskápur, hellur, örbylgjuofn, kaffivél, hraðsuðuketill og brauðrist, auk nauðsynlegra eldunaráhalda. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, baðsloppar, inniskór og baðvörur.  Við allar svítur eru svalir, búnar húsgögnum.

Hlaðborðsveitingastaður er í hótelinu og þar svigna borðin undan ljúffengum réttum jafnt á morgnana sem í hádeginu og á kvöldin. Mismunandi þema er í matreiðslunni eftir kvöldum. Setustofubarinn býður upp á úrval kokteila og á sundlaugarbarnum er hægt að næla sér í snarl og drykki.

Hótelgarðurinn er ekki stór en þar er sundlaug, sólbekkir og sólhlífar allt um kring. Á tveimur þakveröndum eru sólbaðsaðstaða og á annarri þeirra er nuddpottur og Balíbeddar til að slaka enn betur á. 
Heilsulindin býður upp á nudd og ýmsar gerðir líkamsmeðferða og þar er ágæt líkamsræktaraðstaða með nýjum tækjum. Ath heiti potturinn verður lokaður þar til 31. ágúst 2022. 

Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á gjaldeyrisskipti, aðstoð við miðakaup, ferðaplön, bílaleigu, hjólaleigu og fleira. Þvottahús með sjálfsafgreiðslu er í hótelinu. 

Ocean View er mjög gott hótel á frábærum stað, 5 mínútur frá Troya-ströndinni með sína líflegu strandgötu. Aldurstakmark á hótelið er 16 ár og því ætti að vera auðvelt að slaka á og njóta rólegheitanna. Aðeins tekur 5 mínútur að ganga inn í miðbæ Amerísku strandarinnar og því er stutt í veitingastaði, verslanir, bari og iðandi mannlíf. Hinn frábæri Siam Park er í aðeins 10 mínútna fjarlægð og stutt í golfvelli og sport af ýmsu tagi.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 18 km
 • Strönd: 5 min ganga niður á Troya ströndina.

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Herbergi
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Íbúðir

Fæði

 • Allt innifalið
 • Hálft fæði
 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun