Cordial Mogan Playa
Vefsíða hótels
Cordial Mogan Playa er einkar fallegt fjögurra stjörnu hótel sem er með suðrænu yfirbragði, staðsett steinsnar frá ströndinni. Aðstaðan á hótelinu er framúrskarandi góð og stendur gestum til boða ótal möguleikar á íþróttaiðkun og meðferðum til að bæta vellíðan.
Herbergin eru fyrsta flokks og sérstaklega vel búin. Hægt er að velja á milli þess að hafa hálft fæði innifalið í gistingu eða eingöngu morgunmat. Á hótelinu eru nokkrir veitingastaðir, hver öðrum betri. Fyrir þá sem eru með hálft fæði innifalið þá er gott að hafa í huga að í matsalnum á kvöldin er ætlast til að fólk sé snyrtilega klætt. Sem dæmi má nefna að ekki er leyfilegt að klæðast stuttbuxum, stuttermabolum og sandölum heldur þarf að vera í síðbuxum, langermaskyrtum og lokuðum skóm.
Garðurinn er stór og fallegur með frábærri sólbaðsaðstöðu sem og möguleikum á hverskyns afþreyingu. Í garðinum eru tvær stórar sundlaugar, barnalaug, og barnaleiksvæði. Hótelgestir geta tekið handklæði af herbergjum og notað í garðinum og á ströndinni gegn tryggingu. Þá er glæsilegur tennisvöllur á hótelinu, skvassvöllur og meira að segja keilubraut. Þá er að sjálfsögðu glæsileg heilsulind og góð almenn aðstaða til líkamsræktar.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 54 km
- Frá miðbæ: 150 m
- Frá strönd: Við ströndina
- Veitingastaðir: Á hótelinu
Aðstaða
- Barnasundlaug
- Sundlaug
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Bar
- Veitingastaður
- Skemmtidagskrá
Vistarverur
- Herbergi
- Minibar
- Loftkæling
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Sjónvarp
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði