Cordial Mogan Valle

Vefsíða hótels

Þriggja stjörnu íbúðahótel á góðum stað, í um 10 mínútna göngufjarlægð frá ströndinni en mun styttra frá verslunum og veitingastöðum. Allar vistarverur hótelsins eru smekklegar og er fjölbreytt afþreying í boði fyrir alla fjölskylduna. 

Hægt er að velja á milli tveggja tegunda af íbúðum, en þær eiga það sammerkt að vera með einu svefnherbergi og virkilega rúmgóðar og huggulegar. Minni íbúðirnar eru 52 fermetrar að stærð með 19 fermetra svölum. Stærri íbúðirnar eru 77 fermetrar með 28 fermetra svölum. Fæði er ekki innifalið í gistingu en hægt er að fá morgunverð eða hálft fæði sé þess óskað. 

Sundlaugagarðurinn er stór og makindalegur og skartar meðal annars þremur sundlaugum, barnalaug, barnaleiksvæði, tennisvelli, heilsulind og líkamsræktaraðstöðu. Þá eru nokkrir barir og góður veitingastaður á hótelinu. Verslunarmiðstöð með matvörumarkaði er í næsta nágrenni.

Möguleiki er að sérpanta íbúðir með aðstöðu fyrir fatlaða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 54 km
 • Miðbær: 600 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnadagskrá
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Hálft fæði
 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun