Cordial Sandy Golf, Maspalomas

Vefsíða hótels

Cordial Sandy Golf eru smáhýsi sem eru staðsett beint á móti Green Golf og eru þau einnig stutt frá Maspalomas golfvellinum. Hótelið er vel útbúið. Húsin eru björt og rúmgóð m.a. með eldhúskrók, ísskáp, brauðrist og kaffivél. 
Það er viftuspaði inn í herbergjum en ekki loftkæling. 

Greiða þarf fyrir afnot af sjónvarpi. Garðurinn er nokkuð stór og skartar góðri sólbaðsaðstöðu, sundlaug, barnalaug og barnaleiksvæði.
Nettenging er við sundlaug. 

Syturhótelið Green Golf er beint á móti en þar má finna litla kjörbúð. Gestir Sandy Golf geta notað þjónustu Green Golf kjósi þeir svo.
Þar er hægt að kaupa morgunmat og hálft fæði. 
Fara þarf niður á strönd eða í miðbæinn eftir verslun og veitingastöðum. 

Sundlaugabarinn á Sandy Golf er opinn frá 11-18 en barinn á Green Golf lengur.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 35 km
 • Miðbær: 2 km
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu
 • Strönd: 1,5 km

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Barnaleiksvæði
 • Barnasundlaug
 • Lyfta
 • Gestamóttaka: Á daginn
 • Íbúðir: Smáhýsi með einu svefnherbergi
 • Nettenging: Gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Án fæðis