Courtyard by Marriott Madrid Princesa

Vefsíða hótels

Madrid er heillandi stórborg sem hefur upp á margt spennandi að bjóða en þar eru glæsileg stræti og byggingar, áhugaverð menning og fallegir garðar.
Courtyard Madrid Princesa hótelið er frábærlega staðsett í hjarta borgarinnar, á næstu grösum við Plaza España torgið og Gran Via Avenue (aðeins 5 mín. ganga). Einnig er stutt ganga í Debod hofið, konungshöllina, óperuhúsið, dómkirkjuna og gamla bæinn. 
 
Herbergin á Courtyard Madrid Princesa eru 423. Þau eru kósý, mjög björt og rúmgóð, 20 m2 eða stærri, og öll með setustofu. Þau eru öll með loftkælingu, flatskjársjónvarpi, síma, öryggishólfi, kaffivél og þráðlausri nettengingu. Hægt er að fá háhraðatengingu gegn gjaldi. Á baðherberginu er hárþurrka. Á hótelinu er allt til alls, þar er vel útbúin líkamsræktarstöð þar sem hægt er að hreyfa sig á eigin vegum eða mæta í tíma hjá þjálfara. Einnig er þar innisundlaug og gufubað. Hægt er að geyma bílinn í bílakjallara hótelsins. Gestir geta fengið sér morgunmat af hlaðborði á hótelinu en þar er einnig bistrò veitingastaður. Hægt er að bóka fallega og bjarta ráðstefnusali á hótelinu fyrir námskeið, ráðstefnur eða aðra viðburði. 
 
Courtyard Madrid Princesa stendur á lifandi svæði þar sem stórborgarlíf og skemmtanalíf borgarinnar mætast. Auðvelt er að finna vinsæl kaffihús, tapas bari, spænska og alþjóðlega veitingastaði nálægt hótelinu. Það fullkomnar daginn að setjast inn á góðan stað njóta matar og drykkjar, slaka á og fylgjast með mannlífinu. Aðeins örfá skref eru í þekktar verslanir eins og El Corte Ingles verslunarmiðstöð, Zara, Mango, Massimo Dutti, Uterqüe, Women Secret og margar fleiri. Courtyard Madrid Princesa hótelið hentar því vel fyrir alla þá sem vilja upplifa allt sem Madríd hefur upp á að bjóða.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 24 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
 • Miðbær: Rétt hjá Plaza España torginu og Gran Via Avenue

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Herbergi
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Sundlaug: Innisundlaug
 • Aðgengi fyrir fatlaða: Herbergi eru með hjólastólaaðgengi. Nánari upplýsingar hjá ferðaráðgjafa.
 • Nettenging: Háhraðatenging gegn gjaldi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður