The Cove Rotana Resort, Ras Al Khaimah
Vefsíða hótels
Hótel Cove Rotana er fallega staðsett við sjávarsíðuna við töfrandi Persaflóa og lofar ógleymanlegri dvöl í Ras Al Khaimah.
Þetta eftirsóknarverða fimm stjörnu hótel blandar saman heimsklassa veitingastöðum og afar glæsilegri aðstöðu með arabískum þokka og er kjörinn áfangastaður fyrir eftirminnilega dvöl.
204 stílhrein og notaleg herbergi eru ásamt 50 lúxus smáhýsa með einu, tveimur eða þremur svefnherbergjum. Góð aðstaða er fyrir hina ýmsu afþreyingu fyrir gesti á öllum aldri, þar á meðal tvær sundlaugar, barnalaug, 600 metra einkaströnd, fjölbreytt úrval af vatnaíþróttum, líkamsræktar- og vellíðunarklúbbur með fullbúinni líkamsræktaraðstöðu og heilsulindaraðstöðu. Fyrir matgæðinga er hótelið einn eftirsóttasti áfangastaður Ras Al Khaimah með sína sex spennandi veitingastaði sem bjóða upp á úrval af alþjóðlegri matargerð á fallegum og spennandi stöðum, sumir með útsýni yfir ströndina og sjóinn sem svíkur engan.
Ferðamannaskattur í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 6 dirhams á mann á nótt, á hótelum í Ras Al Khaimah.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 30 mín
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Íbúðir
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
- Herbergi
- Íbúðir
Fæði
- Morgunverður