fbpx Creta Palace. Lúxus hótel. Við Rethymnon strönd. Krít

Creta Palace, Rethymnon
5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegra gerist það ekki. Lúxushótelsamstæða við Rethymnon-ströndina, 5 kílómetra frá iðandi mannlífinu í miðbænum.

Í samstæðunni eru 335 vistarverur, allt frá herbergjum og svítum upp í smáhýsi og sérbýli með einkasundlaugum, og rúma frá þremur upp í sex einstaklinga. Innréttingar eru í mismunandi stíl, hvítir litir áberandi með gylltu, við og björtum litum í bland. Ýmist er viðarparkett eða steinflísar á gólfum. Loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, hljómtæki, rafrænt öryggishólf, ísskápur, þráðlaus nettenging og smábar sem fyllt er á gegn gjaldi er í öllum vistarverum. Á baðherbergjum eru baðsloppar, inniskór, hárþurrka og baðvörur. Svalir eða verönd fylgja og er útsýni ýmist yfir hótelgarðinn eða á haf út.

Kalla mætti hótelið himnaríki sælkerans því að hér eru heilir 10 veitingastaðir, kaffihús og barir, hver með sína áherslu og andrúmsloft. Hægt er að velja um asíska, krítverska og alþjóðlega og lífræna matargerð, steikur og sjávarrétti, allt unnið úr besta fáanlega hráefni. Þess má geta að hótelið hefur verið verðlaunað fyrir matargerðina.

Saltvatnslaug og ferskvatnslaug eru við hótelið með góðri sólbaðsaðstöðu og eins eru sólbekkir og sólhlífar á einkaströnd hótelsins. Krakkaklúbbur er starfræktur og sérstök laug með rennibrautum er fyrir börnin. Skemmtidagskrá með lifandi tónlist og viðburðum er á kvöldin.

Heilsulindin er heilir 2.000 fermetrar og þar er líkamsræktaraðstaða, öldulaug, gufuböð af ýmsu tagi, hvíldarhreiður, snyrtistofa, boðið er upp á andlits- og líkamsmeðferðir, paranudd og Ayurveda-meðferðir til að næra bæði líkama og sál. Og hver væri ekki til í að prófa súkkulaðimeðferðina?

Í gestamóttöku er boðið upp á þurrhreinsun og þvottaþjónustu. Þar er hraðbanki, gjafavöruverslanir og sérverslun með kræsingar úr smiðju heimamanna.

Creta Palace er einstök hótelsamstæða, hér er allt sem hægt er að biðja um til að njóta frídaganna, hvort sem um er að ræða í mat eða drykk, við slökun, hreyfingu eða aðra afþreyingu. Tennisvellir eru á svæðinu og vatnasport af ýmsu tagi er á vegum hótelsins. Aðeins tekur nokkrar mínútur að aka inn í miðbæ Rethymno til að skoða gamla bæinn og kíkja í verslanir eða á veitingahús. 

Vinsamlega athugið að fararstjóri VITA er staðsettur í Chania en hægt er að ná í hann í þjónustusíma. 

Ferðamannaskattur á Krít er ekki innifalinn í gistiverði. Hann greiðist beint á hótel og er 4 EUR á mann á nótt. 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 72 km - 1klst og 10 mín akstur
  • Miðbær: 4km til Rethymnon
  • Strönd: Einkaströnd við hótelið
  • Veitingastaðir: Á hóteli og í nágrenni

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Skemmtidagskrá
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Barnadagskrá
  • Barnaleiksvæði
  • Barnasundlaug
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Ísskápur
  • Verönd/svalir
  • Minibar
  • Hárþurrka
  • Herbergi
  • Íbúðir

Fæði

  • Hálft fæði
  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun