Cristiania

Vefsíða hótels

Snyrtilegt þriggja stjörnu hótel sem er staðsett rétt við efra torgið í Madonna, í rétt um 20 metra fjarlægð frá Pradalago lyftunni. 

Mjög góð gisting á frambærilegu verði. Frá Cristiania er stutt í fjölbreytt úrval framúrskarandi veitingastaða.
Herbergin eru góð og fallega innréttuð og hafa svefnpláss fyrir allt upp í fjóra gesti. Aðstaðan á hótelinu er einföld og mikið er lagt upp úr góðri og persónulegri þjónustu.

Ágæt heilsulind með finnsku og tyrknesku saunabaði, sturtum og hvíldarherbergi. Þjónustan er gegn vægu gjaldi. 

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að gera ráðstafanir. 
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Cristiania er góður kostur fyrir þá sem vilja gistingu á hagstæðu verði og framúrskarandi staðsetningu.

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018 á Garni Christiania. 
Gildir aðeins fyrir 15 ára og eldri. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 150 km
 • Miðbær: 100 m
 • Skíðalyfta: 20 m
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi á sameiginlegum svæðum
 • Herbergi: Svefnpláss fyrir allt að 4
 • Heilsulind: Aðgangur kostar 10 EUR á dag eða 35 EUR á viku

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Verönd/svalir

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun