fbpx Crowne Plaza Barcelona - Fira Center | Vita

Crowne Plaza Barcelona - Fira Center
4,5 stars

Vefsíða hótels

Glæsilegt hótel með einstaklega rúmgóðum og vel útbúnum herbergjum í Sants-Montjuïc-hverfinu. 

Í hótelinu eru 276 glæsilega innréttuð tveggja manna herbergi og svítur. Herbergin eru einstaklega rúmgóð, 44 fermetrar að stærð, búin öllum nútímaþægindum og vel hljóðeinangruð. Rúmin eru óvenju breið og hægindastóll og skemill fylgir hverju herbergi. Í öllum vistarverum er stillanleg loftkæling og upphitun, 55 tommu nettengt snjallsjónvarp með ótal valmöguleikum, sími, öryggishólf, kaffivél og ketill auk straujárns og strauborðs. Á baðherbergjum eru baðker og sturta, baðsloppar og inniskór, hárþurrka og baðvörur. Ókeypis þráðlaus háhraðanettenging er á herbergjum.

Í veitingasal er boðið upp á ríkulegt morgunverðarhlaðborð. Veitingastaðurinn El Mall er opinn bæði í hádeginu og á kvöldin. Þar ræður matreiðslumeistarinn Juan Sánchez ríkjum og ljær matargerðarlist Miðjarðarhafsins persónulegan blæ. Staðurinn státar einnig af miklu úrvali af léttvíni. Fyrir þá sem eru á hraðferð er úrval smárétta í boði á hinum glæsilega píanóbar Scrupples en þar er líka tilvalið að slaka á í lok dags yfir kokteil eða kampavíni, nú eða bara góðum kaffibolla.

Heilsulind, The White Wellness, er í hótelinu og þar er boðið upp á vatnsmeðferðir, þurrsána, nudd og aðrar heilsumeðferðir. Þar er einnig líkamsræktaraðstaða.

Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er hægt að skipta gjaldeyri og leigja bíl. Boðið er upp á barnagæslu, þurrhreinsun, þvott, töskugeymslu og fleira. Fundaraðstaða er á hótelinu, lyfta og aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Hótelið er staðsett í Sants-Montjuïc hverfinu, spottakorn frá Joan Miró-safninu og Poble Espanyol, Spænska hverfinu, sem reist var fyrir heimssýninguna í Barcelona árið 1929.

Stutt er í almenningssamgöngur og því er auðvelt að fara í verslunarferð á Römbluna, skoða meistaraverk Gaudis eða hvaðeina sem hugurinn stendur til.

 

Fjarlægðir

  • Miðbær: Stutt í almenningssamgöngur, 10 min keyrsla
  • Flugvöllur: 14 km
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Nettenging
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Sjónvarp

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun