fbpx Cvita | Vita

Cvita
4 stars

Vefsíða hótels

Hótel Cvita er fjögurra stjörnu fjölskyldurekið hótel, ekki langt frá Marjan garðinum sem er þekkt útivistarsvæði í borginni og í miklu uppáhaldi hjá borgarbúum.  Einnig er örstutt að fara á ströndina sem er í aðeins 200 metra fjarlægð. 

Á hótelinu er mjög góð aðstaða eins og útisundlaug, fallegur garður þar sem hægt er njóta sólarinnar eða fá sér létta hressingu af barnum og líkamsræktaraðstaða ásamt heilsulind þar sem finna má m.a. innisundlaug, gufubað, ásamt nuddi og öðrum snyrtimeðferðum sem hægt er að panta í. Veitingastaður er á hótelinu en þar er lögð áhersla á þjóðlega rétti með hágæða hráefnum. Herbergin eru öll rúmgóð og vel búin með loftkælingu, síma, sjónvarpi, öryggishólfi og minibar svo eitthvað sé nefnt. 

Hótelið er ekki staðsett alveg við miðbæinn en það tekur u.þ.b. 15 mínútur að ganga í gamla bæinn. Þetta er góður kostur fyrir þá sem vilja njóta útiverunnar  í sambland við borgarlífið. 

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 26,5 km.
  • Miðbær: 1,7 km.
  • Veitingastaðir: Í næsta nágrenni
  • Strönd: Rétt hjá

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Aðgengi fyrir fatlaða
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun