Dan Panorama Jerusalem

Vefsíða hótels

Mjög gott hótel í hjarta Jerúsalem. Gamli bæjarhlutinn og söfn og mörg helstu kennileiti borgarinnar í léttu göngufæri. Veitingastaðir og verslanir í götunum í kring.

Í hótelinu, sem er á 11 hæðum, eru 289 rúmgóð herbergi og svítur. Hægt er að velja um 22-25 fermetra herbergi sem rúma allt að þrjá fullorðna, fjölskylduherbergi sem rúma tvo fullorðna og tvö börn og 46-80 fermetra svítur sem rúma allt að þrjá fullorðna. Allar vistarverur eru fallega innréttaðar í hlýjum litum. Teppi eru á gólfum. Öll nútímaþægindi eru til staðar, eins og stillanleg loftkæling og upphitun, sími, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og aðstaða til að laga kaffi og te. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur. Executive-herbergi eru á efri hæðum, nýlega endurinnréttuð, með einstöku útsýni yfir borgina, aðgangi að sérstakri setustofu og veitingastað, sem aðeins eru ætluð fullorðnum, auk annarra fríðinda. Þráðlaus nettenging er á öllu hótelinu gestum að kostnaðarlausu.

Morgunverðarhlaðborð með fjölda heitra og kaldra rétta er í veitingasal. Þar er einnig boðið upp á kvöldverð alla daga vikunnar og hádegisverð flesta daga. Á veitingastaðnum Dikla er matargerðin að hætti heimamanna með alþjóðlegu ívafi og úrvali rétta af matseðli. Tveir barir eru í hótelinu, þar af annar við móttökuna og þar eru í boði léttir réttir auk ljúffengra drykkja.
Þeir sem eru á ferðinni frá maí fram í október geta fengið sér sundsprett í þaksundlauginni og notið útsýnisins yfir gamla borgarhlutann í leiðinni. Líkamsræktaraðstaðan er góð, með nýlegum tækjum.
Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er bílaleiga, þvotta- og þurrhreinsiþjónusta auk kjörbúðar.

Dan Panorama er á besta stað í hjarta Jerúsalemborgar. Gamli bæjarhlutinn og mörg helstu kennileiti eru í léttu göngufæri frá hótelinu. Verslanir og veitingastaðir eru í næstu götum. 

 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 54 km
 • Veitingastaðir: Á hóteli
 • Miðbær: Í hjarta Jerúsalem

Aðstaða

 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging
 • Sundlaug: Þaksundlaug - opin frá maí fram í október

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun