fbpx Deo Gdansk Old Town | Vita

Deo Gdansk Old Town
4 stars

Mjög flott nýlega byggt hótel á besta stað á bökkum árinnar Motlawa í gamla bænum með útsýni yfir fallegu byggingarnar á árbakkanum. Hótelið samanstendur af sjarmerandi gömlu útliti með öllum nútímaþægindum. Innréttingar hafa greinilega verið valdar með gæði og lúxus í huga. Öll helstu kennileiti miðborgarinnar í léttu göngufæri. 

Í hótelinu eru 354 vistarverur, innréttaðar á einstaklega nútímalegan en jafnframt hlýlegan máta og augljóst að alúð hefur verið lögð í alla hönnun sem er ekki dæmigerð fyrir stærri hótel. Viður er millibrúnn og áherslulitir í bláum tónum. Ýmist er parkett eða teppi á gólfum. Alls staðar er loftkæling og upphitun, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, öryggishólf, smábar, straubretti og -járn og aðstaða til að laga te og kaffi auk þráðlauss internets. Á baðherbergjum er hárþurrka og gæða baðvörur.

Þrír veitingastaðir eru í hótelinu, hver með sína áhersluna en ávallt er lagt upp úr að bjóða besta mögulega hráefnið. Einn er á aðalhæðinni með útsýni yfir Long Embankment. Sá tekur 64 manns í sæti. Hinir tveir eru á 1. hæð og taka um 340 manns í sæti. Á kaffihúsinu fást ýmsar gerðir te- og kaffidrykkja. Setustofubarinn er afskaplega huggulegur og er þar er tilvalið að setjast niður í lok dags með ljúffengan kokteil við hönd, koníak eða rauðvínsglas. 

Heilsulindin er vel útbúin með innilaug þar sem bæði er hægt að fá sér sundsprett en einnig er hægt að fá nudd undir vatnsfossi. Gufubað, þurrgufa, japanskt bað og salt-jónameðferðin ættu að sjá til þess að allir geti slakað vel á.
Líkamsræktaraðstaðan er góð og það er einnig hægt að panta sér ýmsar nudd- og snyrtimeðferðir.
Barnafjölskyldur gætu glaðst þar sem sérlaug er fyrir börnin og sérstakt leikherbergi er í hótelinu fyrir börn á ölum aldri.

Í gestamóttökunni sem er opin allan sólarhringinn er öll helsta þjónusta í boði og bílakjallari er undir hótelinu.

Splunkunýtt og flott hótel á frábærum stað í gamla bænum í Gdansk. Byggingin sjálf fellur vel að arkitektúrnum í gamla miðbænum en allar innréttingar og aðstaða er einstaklega nútímaleg og til fyrirmyndar. Stutt í helstu kennileiti gamla bæjarins en annars er allt sem til þarf á hótelinu: heilsulind, veitingastaðir og afþreying.

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 30 km
  • Miðbær: Í hjarta gamla bæjarins
  • Veitingastaðir: Á hótelinu og allt um kring

Aðstaða

  • Sundlaug
  • Veitingastaður
  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Heilsulind
  • Herbergi
  • Líkamsrækt
  • Lyfta
  • Nettenging

Vistarverur

  • Sjónvarp
  • Öryggishólf
  • Loftkæling
  • Kaffivél
  • Minibar
  • Hárþurrka

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun