fbpx Diana Boutique, fallegt hótel á frábærum stað

Diana Boutique
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Diana Boutique er fallegt hótel á frábærum stað í Madonna, gegnt 3-Tre svigbrautinni, aðeins 20 metra frá Miramonti-lyftunni og 50 metra frá Pradalago-kláfnum. Heilsulind og veitingastaður á hótelinu, tveggja mínútna gangur í miðbæinn.

Í hótelinu eru 27 fallega innréttaðar vistarverur. Hægt er að velja um classic eða superior herbergi sem ætluð eru einum eða tveimur fullorðnum eða tveimur fullorðnum og barni, og junior svítur sem rúma tvo fullorðna og barn. Allar vistarverur eru fallega innréttaðar, í klassískum alpastíl, úr ljósri furu með hvítum og rauðum litum. Parkett er á gólfum. Alls staðar er kynding, flatskjársjónvarp með gervihnattarásum, smábar, öryggishólf og þráðlaus nettenging. Á baðherbergjum er sturta, hárþurrka, snyrtispegill og baðvörur. Við mörg herbergjanna eru svalir og í sumum er rafmagnsarinn.
Morgunverðarhlaðborð er alla daga á veitingastaðnum La Stube Diana og þar er einnig tilvalið að fá sér snarl seinnipartinn. Á kvöldin stendur valið um sælkerarétti, alþjóðlega jafnt sem dæmigerða fyrir héraðið og Ítalíu alla, við kertaljós og ljúfa stemningu. Tekið er við sérpöntunum fyrir þá sem eru með fæðuóþol. Það er kósí stemning á setustofubarnum sem býður upp á kaffi og ljúffenga drykki af öllu tagi.

Í heilsulindinni er aldeilis hægt að næra líkama og sál eftir langan dag í brekkunum. Þar er nuddpottur, blaut- og þurrgufa, ilmolíusturtur og hvíldarhreiður og boðið er upp á nudd-, líkams- og snyrtimeðferðir af ýmsum gerðum.

Móttakan er opin allan sólarhringinn. Þvottahús er í hótelinu, skíðageymsla og leikherbergi fyrir börn.

Boutique Hotel Diana fær nær undantekningarlaust frábærar umsagnir. Það opnaði dyr sínar árið 1887 og á sér því ríka sögu. Staðsetningin gæti ekki verið betri, rétt við bæði kláf og lyftu og spölkorn frá miðbænum með sínum skemmtilegu göngugötum, veitingastöðum og verslunum.

Hér eru allar helstu upplýsingar um sóttvarnir og ráðstafanir sem gripið hefur verið til á hotel Diana Boutique:

• Gestir og starfsfólk verða að virða sóttvarnarreglur á svæðinu, spritta sig og halda eins meters fjarlægðarreglu. Spritt er víðsvegar um hótelið.
• Starfsfólk notar grímu og hanska.
• Herbergin eru þrifin skv sóttvarnarreglum. 

Hér eru helstu upplýsingar um sóttvarnir á svæðinu. Reglur geta breyst fyrir vetrargesti. 

Fjarlægðir

  • Frá skíðalyftu: Við skíðalyftu

Aðstaða

  • Nettenging
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður
  • Upphituð skíðageymsla

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Loftkæling: kynding
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Fullt fæði, Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun