Dom Pedro Palace

Vefsíða hótels

Mjög flott 5 stjörnu hótel í göngufæri við Marquês do Pombal torgið og breiðgötuna Av. da Liberdade. Gegnt hótelinu er Amoeiras-verslanaklasinn, ein helsta verslunarmiðstöðin í Lissabon með 250 verslanir og veitingastaði.

Á hótelinu eru 263 rúmgóð herbergi á 21 hæð, fallega innréttuð og búin öllum þægindum, svo sem sérbaðherbergi, síma með mótaldi, sjónvarpi, útvarpi, smábar, öryggishólfi, hárþurrku og hljóðeinangrun. Aðgangur að neti stendur gestum til boða í gestamóttöku.

Tveir veitingastaðir eru á hótelinu. Á Il Gatopardo geta gestir notið þess besta sem ítölsk matreiðsla hefur að bjóða og á Le Café Bistro er hægt að slaka á yfir glasi og léttum veitingum.

Á hótel Dom Pedro Palace er einnig glæsileg ráðstefnumiðstöð með rúmgóðum og björtum fundarsölum og fullkomnum ráðstefnubúnaði svo og heilsumiðstöð með innisundlaug, þreksal, nuddpotti, sánu, gufubaði og nuddþjónustu. Gengið er upp brekku að hótelinu.

Í hótelinu eru einnig verslanir þar sem meðal annars er seld merkjavara.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 8 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Veitingastaðir: Á hótelinu og í næsta nágrenni

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaðir
 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Heilsulind
 • Líkamsrækt
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
 • Sundlaug: Innisundlaug

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Minibar
 • Hárþurrka

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun