El Rompido
Vefsíða hótels

Hótel El Rompido er glæsilegt 5* hótel, staðsett við 2 gæða golfvelli. Gestamóttakan er á fyrstu hæð ásamt bar og þaðan er gengið út á verönd. Á hótelinu eru tveir barir, veitingasalur, fullbúinn heilsurækt, gufubað, lítil innilaug, útilaugar, tennis- og fótboltavellir auk annarrar afþreyingar.
Skammt frá hótelinu er bjartur og nýtískulega hannaður golfskáli með verslun, veitingasal og svölum með glæsilegu útsýni yfir völlinn. Æfingasvæðið er rétt við golfskálann og þaðan er örstutt á fyrsta teig. Skjólgóður sundlaugargarður og sólbaðsaðstaða. Örstutt frá hótelinu er kjörbúð.
Rúmgóð, loftkæld herbergi með svölum, sjónvarpi og baðherbergi. Herbergin eru innréttuð á smekklegan og fallegan hátt með öllum nútímaþægindum. Herbergi eru með svalir og svítur eru með stóra verönd.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 99.5 km. Aksturinn tekur u.þ.b. 1 klukkustund
Aðstaða
- Sundlaug
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Öryggishólf
- Loftkæling
- Verönd/svalir
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Hálft fæði