fbpx El Rompido íbúðir - allt innifalið - flottur golfvöllur á spáni

El Rompido íbúðir
4 stars

Vefsíða hótels

,,Allt innifalið" El Rompido íbúðahótel með 305 íbúðir. Byggingin er aðeins nokkra metra frá El Rompido hótelinu, klúbbhúsinu og tveimur 18 holu golfvöllum.

Á gististaðnum er veitingastaður, bar, tvær sundlaugar, sundlaugabar og smávöruverslun. Gestir okkar sem búa á El Rompido íbúðahótelinu eru í "Allt innifalið" pakka. Það er mikið líf og fjör á þessum gististað og eru franskir skemmtarar sem sjá um að haldi uppi gleðinni. Á nánast hverju kvöldi er eitthvað um að vera, sýning eða dansæfingar á barnum. Þessi gisting hentar einstaklega vel fyrir hópa sem vilja fjör og stemmningu á kvöldin. 

Íbúðirnar eru innréttaðar í gráum litum. Eitt svefnherbergi, svalir, samtengd stofa og eldhús. Vel búið baðherbergi með sturtu í baðkeri. Íbúðirnar eru hreinsaðar daglega og skipt er á rúmum tvisvar í viku. Þráðlaust net er í íbúðunum.

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 99.5 km. Aksturinn tekur u.þ.b. 1 klukkustund

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Skemmtidagskrá
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Íbúðir
 • Lyfta
 • Nettenging

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka

Fæði

 • Allt innifalið

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun