Emperador
Vefsíða hótels

Hótel Emperador er gott 4 stjörnu hótel, staðsett við Gran Via í hjarta borgarinnar. Hótelið er í göngufæri við Puerta del Sol torgið, úrval veitingastaða, verslana og a.m.k. tveggja H&M verslana. Stór El Corte Ingles verslunarhús eru rétt hjá hótelinu og stutt að ganga að helstu söfnum borgarinnar, Prado, Reina Sofa og Thyssen.
Á hótelinu eru 232 tveggja manna herbergi, öllmeð loftkælingu (hita), sjónvarpi með alþjóðlegum rásum, síma, þráðlausri nettengingu gegn gjaldi, smábar, öryggishólfi og hárþurrku á baði sem er með baðkari eða sturtu. Herbergjaþjónusta er í boði.
Sameiginleg aðstaða gesta er mjög góð og komið inn í stóra og glæsilega gestamóttöku með huggulegum píanóbar og lítilli verslun. Á hótelinu er einnig morgunverðarsalur, tækjasalur, gufubað og snyrtistofa.
Frábær staðsetning og fyrirtaks aðstaða fyrir hópa.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 15 - 20 mín akstur
- Miðbær: Í miðborginni
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Minibar
- Hárþurrka
Fæði
- Morgunverður