fbpx Empire Palace Hotel | Vita

Empire Palace Hotel
4 stars

Vefsíða hótels

Í hótelinu eru 110 fallega innréttuð herbergi og svítur búin klassískum húsgögnum úr kirsuberjavið. Herbergin eru hljóðeinangruð með loftkælingu og miðstöðvarhitun, flatskjá og síma. Ókeypis þráðlaus netaðgangur er í herbergjum og sameiginlegum rýmum. Á baðberbergjum er hárþurrka og baðvörur fylgja.

Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal. Veitingastaðurinn Aureliano er í hótelinu og þar er boðið upp á hefðbundna ítalska og alþjóðlega matargerð í hádeginu og á kvöldin. Staðurinn státar af miklu úrvali af léttvíni frá nágrannahéruðunum. Í lok dags er tilvalið að slaka á í hótelgarðinum eða á píanóbarnum og láta þreytuna líða úr sér.

Líkamsræktaraðstaða er á hótelinu. Móttakan er opin allan sólarhringinn og þar er öryggishólf, töskugeymsla, boðið er upp á þurrhreinsun, þvott, strauningu og fleira.

Empire Palace hótelið er frábærlega staðsett í miðborg Rómar, í fallegri 19. aldar byggingu sem eitt sinn var í eigu feneyskrar aðalsfjölskyldu. Það er tilvalið fyrir þá sem vilja njóta iðandi mannlífs og menningar yfir daginn en velja kyrrlátara umhverfi á kvöldin, þó að fjöldi veitingastaða og næturklúbba sé í næsta nágrenni. Hótelið er spölkorn frá glæsigötunni Via Veneto sem Federico Fellini gerði fræga í mynd sinni La dolce vita og verslanir sem sérhæfa sig í hátískuvörum jafnt sem outlet-verslanir eru í hverfinu. Stutt er í almenningssamgöngur sem gerir það að verkum að öll helstu söfn og kennileiti eru í seilingarfjarlægð.

 

Fjarlægðir

  • Flugvöllur: 31km
  • Miðbær: Í miðborginni
  • : Í næsta nágrenni

Aðstaða

  • Bar
  • Gestamóttaka
  • Nettenging
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Hárþurrka
  • Loftkæling
  • Minibar
  • Sjónvarp
  • Öryggishólf: Hafið samband við gestamóttöku

Fæði

  • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun