Fergus Club Vell Mari, Can Picafort
Vefsíða hótels

Fergus Club Vell Mari er frábær kostur þar sem áhersla er lögð á fjölskyldufólk. Allt um kring eru fallegir og gróðursælir garðar, er því umhverfið afar fallegt.
Á hótelinu er góð aðstaða þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skemmtidagskrá er í boði alla daga frá morgni til kvölds. Spennandi valkostir eru fyrir börnin og má þar nefna útileiksvæði, leikherbergi, barnaklúbbur og fleira. Í garðinum er stór sundlaug, ásamt barnasundlaug en þar eru nokkrar rennibrautir fyrir þau yngstu. Sólbekkir eru svo á víð og dreif um garðinn.
Á veitingarstaðnum er hægt er að velja um að sitja úti á verönd eða inni. Í garðinum er svo snarlbar þar sem hægt er að gæða sér á léttu og gómsætu snarli.
Allar íbúðir eru með eldhúsaðstöðu, þráðlausu interneti, sjónvarpi, loftkælingu og eru baðherbergi með hárþurrku og helstu snyrtivörum. Svalir með garðhúsgögnum fylgja öllum íbúðum.
Fyrir þá sem vilja gera vel við sig má finna heilsulind á hótelinu þar sem hægt er að fá hinar ýmsu snyrtimeðferðir gegn aukagjaldi, þar er einnig innisundlaug og líkamsræktaraðstaða svo eitthvað sé nefnt.
Fergus Club Vell Mari er 700 metra frá smábátahöfninni í Can Picafort og Son Bauló ströndinni. Aðeins tekur um 10 mínútur að ganga í miðbæinn.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 54 km. - 1 klst. akstur
- Strönd: 700 metrar -San Baulo ströndin
- Miðbær: 10 mínútna göngufjarlægð
- Veitingastaðir: Í næsta nágrenni við miðbæinn
Aðstaða
- Sundlaug
- Skemmtidagskrá
- Veitingastaður
- Bar
- Barnadagskrá
- Barnaleiksvæði
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Líkamsrækt
- Nettenging
- Aðgengi fyrir fatlaða: Hægt er að sérpanta íbúðir með aðstöðu fyrir fatlaða
Vistarverur
- Sjónvarp
- Loftkæling
- Kaffivél
- Ísskápur
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
Fæði
- Allt innifalið