fbpx Flamingo Beach Mate, Costa Adeje | Vita

Flamingo Beach Mate, Costa Adeje
4 stars

Vefsíða hótels

Flamingo Beach Mate er flott íbúðahótel sem stendur á frábærum stað, á milli pálmatrjánna rétt við ströndina. Frá hótelinu er aðeins stutt ganga niður á smábátahöfnina.

Á hótelinu eru 107 íbúðir sem skiptast í eins til tveggja herbergja íbúðir og stúdíóíbúðir. Íbúðirnar eru litríkar og nútímalegar en áhersla er lögð á klassíska og hentuga hönnun, gott rými og þægindi. Í öllum íbúðum eru loftkæling, sjónvarp með gervihnattarásum, internet og lítið eldhús sem hentar til léttrar eldamennsku. Í eldhúsinu eru meðal annars teketill og ísskápur. Öllum íbúðum fylgja annað hvort svalir eða verönd og frá sumum íbúðum er útsýni til sjávar. Baðherbergin eru snyrtileg. Þau eru flísalögð og þar eru sturta og helstu snyrtivörur. 

Á hótelinu er veitingastaður þar sem hægt er að kaupa sér léttan morgunmat af hlaðborði. Á kvöldin eru bornir fram alþjóðlegir réttir á veitingastaðnum. Góð verönd er fyrir utan veitingastaðinn svo hægt er að velja hvort setið er úti eða inni. Einnig er bar á hótelinu þar sem hægt að kaupa létt snarl og drykki.

Hótelgarðurinn er rúmgóður en þar eru tvær sundlaugar með volgu vatni, önnur þeirra er ætluð fullorðnum en hin börnum. Í garðinum er sólbaðsverönd með sólhlífum og sólstólum af ýmsu tagi. Þar er líka sólbaðsverönd þar sem gestir geta flatmagað og slakað vel á í fríinu. Stemningin er róleg en stutt í fjörið á ströndinni. 

Á hótelinu er góð líkamsræktaraðstaða og þar er einnig hægt að spila borðtennis. Gestamóttaka er opin allan sólarhringinn og bílastæði eru nálægt hótelinu svo það er um að gera að leigja bíl og keyra um eyjuna. 
Flamingo Beach Mate er góður kostur fyrir fjölskyldur og ferðafélaga sem vilja upplifa frábært frí í sólinni. 

Fjarlægðir

 • Strönd: 5 mín
 • Flugvöllur: 15 mín

Aðstaða

 • Sundlaug
 • Veitingastaður
 • Bar
 • Barnasundlaug
 • Gestamóttaka
 • Íbúðir
 • Líkamsrækt
 • Nettenging: Frítt Wi-Fi

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Öryggishólf
 • Loftkæling
 • Kaffivél
 • Ísskápur
 • Verönd/svalir
 • Hárþurrka
 • Herbergi

Fæði

 • Morgunverður
 • Án fæðis

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun