Florida Hotel og Conference Center
Vefsíða hótels

Florida Hotel & Conference Center eða Florida Mall Hotel er vel þekkt meðal íslendinga sem heimsækja Orlando. Hotelið hefur allt verið tekið í gegn undanfarin ár og er orðið hið glæsilegasta. Góður sundlaugargarður er við hótelið, ágætis heilsurækt og mjög fínt tölvuver. Fallegur veitingastaður og skemmtilegur bar sem opin er fram eftir kvöldi einnig er inni á hótelsvæðinu lítið verslun "Grab and go" og Starbucks. Innangengt er í Florida Mall þar sem eru yfir 160 verslanir, þar má nefna H&M, Söru, Victoria Secret, Gap,Best Buy og margar fleiri.
Herbergin eru mjög rúmgóð flest með tveimur queen size rúmum, setustofu, sjónvarpi, te og kaffivél, hárblásara, ískáp og Öryggishólfi.
Fjarlægðir
- Veitingastaðir: Fjöldi veitingastaða á hótelinu og næsta nágrenni
- Flugvöllur: 60 km
Aðstaða
- Sundlaug
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
- Herbergi: með morgunverði
Vistarverur
- Hárþurrka
- Ísskápur
- Kaffivél
- Loftkæling
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður