fbpx Four Views Baía | Vita

The Views Baía
4 stars

Vefsíða hótels
  • pin Created with Sketch.

Four Views Baía er fallegt 4 stjörnu hótel eingöngu fyrir fullorðna. Staðsett uppi í hæðum São João í um 15 mín göngufjarlægð frá sjónum.

Á hótelinu er flott sólbaðsaðstaða, tvær sundlaugar og sundlaugabar. Gestir hótelsins hafa aðgang að fallegu spa, heitum potti og nuddmeðferðum. Einnig er ágætlega vel útbúin líkamsræktarstöð á hótelinu. 

Herbergin eru falleg og í nútímalegum stíl. Öll með sturtuklefa eða nuddbaðkari. Loftkæling er í herbergjum, öryggishólf gegn gjaldi, kaffivél, sjónvarp og hárþurrka. Hægt er að velja um herbergi með útsýni til fjalla eða til sjávar. Svalirnar eru ekki stórar. Frítt þráðlaust internet er um all hótelið.

Veitingastaður er á hótelinu þar sem boðið er upp á morgunverð og kvöldverð af hlaðborði og bar með flottum kokteilum og lifandi tónlist. 

 

Fjarlægðir

  • Frá flugvelli: 30 mín akstur

Aðstaða

  • Þráðlaust net
  • Sundlaug
  • Heilsulind
  • Gestamóttaka
  • Bar
  • Veitingastaður

Vistarverur

  • Herbergi
  • Minibar
  • Kaffivél
  • Loftkæling
  • Öryggishólf
  • Sjónvarp
  • Hárþurrka

Fæði

  • Hálft fæði

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun