Four Views Monumental Lido
Vefsíða hótels

Four Views Monumental Lido er gott 4 stjörnu hótel á Lido svæðinu og með fallegt útsýni til sjávar. Á hótelinu er veitingastaður þar sem borinn er fram morgunverður og kvöldverður af hlaðborði og tveir barir, kokteilabar og sundlaugabar. Tvær sundlaugar eru í garðinum, ein barnalaug og innilaug. Heilsulind með heitum potti og meðferðum og ágæti líkamsræktaraðstaða.
Hægt er að velja um herbergi með útsýni til fjalla, útsýni til sjávar og stúdíó. Herbergin eru björt en ekki mjög stór. Lítil kaffiaðstaða er í herbergjunum, sjónvarp, frítt þráðlaust internet og hárþurrka. Í stúdíóunum, sem eru ágætlega rúmgóð, er lítill eldhúskrókur með ísskáp og örbylgjuofni.
Fjarlægðir
- Flugvöllur: 25 mín akstur
- Veitingastaðir: Allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Barnasundlaug
- Gestamóttaka
- Heilsulind
- Herbergi
- Líkamsrækt
- Lyfta
- Nettenging
Vistarverur
- Sjónvarp
- Te- eða kaffiaðstaða
- Verönd/svalir
- Hárþurrka
- Herbergi
Fæði
- Hálft fæði
- Morgunverður