Garni Giardin Boutique, Selva
Vefsíða hótels

Hótel Garni Giardin er fallegt þriggja stjörnu superior hótel sem er staðsett ofarlega í Selva. Það er vel staðsett við eina vinsælustu skíðabrekkuna sem liggur frá stærsta skíðasvæðinu niður í miðbæ.
Aðeins 50 metrar eru frá hótelinu að næstu skíðalyftu og þú getur rennt þér heim að dyrum.
Góð skíðageymsla er fyrir hótelgesti. Fimm mínútna gangur er í miðbæinn, þannig að staðsetningin gerist vart betri.
VITA er með samning um Superior herbergi. Tvíbýli – Superior eru 23 m2 fallega innréttuð og vel búin með síma, 26“sjónvarpi, útvarpi, smábar, nettengingu, hárþurrku, snyrtispegli, sloppum og inniskóm. Á herbergjunum eru svalir. Þráðlaus gjaldfrjáls nettenging.
Á Garni Giardin er gestamóttaka, morgunverðarsalur og bar. Garni Giardin er með morgunmat innifalinn.
Frír aðgangur er að heilsulindinni þar sem meðal annars er hægt að nota tækjasal, fara í sauna og drekka jurtate. Nuddpottur og einka sauna gegn vægu gjaldi.
Aðeins er í boði ferðir til og frá flugvellinum í Verona. Rútuferðina þarf að bóka aukalega gegn gjaldi. Einnig þarf að bóka aukalega gegn gjaldi skíðapoka.
*Ath ferðamannaskattur í Selva er ekki innifalinn í verði ferðarinnar, Hann greiðist á hóteli við brottför. Sjá nánar undir hagnýtar upplýsingar.
Fjarlægðir
- Frá flugvelli: 192 km
- Frá skíðalyftu: 50 m
- Frá miðbæ: í göngufæri - 5 mín
- Veitingastaðir: Í nágrenninu
Aðstaða
- Þráðlaust net: Þráðlaus nettenging án endurgjalds er á sameiginlegum svæðum og í herbergjum
- Líkamsrækt
- Heilsulind
- Gestamóttaka
- Bar
Vistarverur
- Herbergi: VITA er með samning um Superior herbergi sem eru 23 m2, fallega innréttuð og vel búin
- Minibar
- Öryggishólf: Gegn gjaldi
- Hárþurrka