Garni St. Hubertus

Vefsíða hótels

Vinalegt og vinsælt þriggja stjörnu hótel á frábærum stað í Madonna. Hótelið er í miðbænum og er 50 metra frá skíðalyftu. Allt um kring eru verslanir, kaffihús og veitingastaðir.

Hlýleg setustofa og bar eru á hótelinu og hefur St. Hubertus verið þekkt fyrir sérlega góðan og vel útilátinn morgunverð í gegnum árin.
Herbergi eru lítil og frekar gamaldags, en hrein og snyrtileg. Öll herbergi hótelsins eru með síma, sjónvarpi, öryggishólfi, nettengingu gegn gjaldi og hárþurrku.

St. Hubertus er með morgunverði.

Vinsamlegast athugið að þrátt fyrir að hótelið sé með nettengingu, getur sambandið verið slitrótt og óöruggt.
Þeim sem verða að komast á netið, t.d. vegna vinnu er ráðlagt að taka með sér G-4 tengi.
Þetta á við öll hótelin í bænum.

Ferðamannaskatturinn í Madonna er ekki innifalinn í verði ferðarinnar. Hann greiðist á hóteli við brottför. Skatturinn er 2 Evrur á mann á nótt veturinn 2017 - 2018 á Hubertus. 

Fjarlægðir

 • Flugvöllur: 150 km
 • Miðbær: Í miðbænum
 • Skíðalyfta: 50 m
 • Veitingastaðir: Í nágrenninu

Aðstaða

 • Bar
 • Gestamóttaka
 • Lyfta
 • Nettenging: Þráðlaus nettenging gegn gjaldi
 • Herbergi: Eins, tveggja og þriggja manna herbergi.

Vistarverur

 • Sjónvarp
 • Hárþurrka
 • Öryggishólf: Gegn gjaldi

Fæði

 • Morgunverður

Við notum vefkökur (e.cookies) t.d. til að greina umferð um vefinn og til að bæta upplifun notanda á síðunni. Með því að halda áfram að vafra um síðuna samþykkir þú vefkökuskilmála VITA

Nánari upplýsingar um vefkökunotkun