George hótel
Vefsíða hótels

Hótelið er við St. George Street, á frábærum stað í iðandi mannlífinu.
Í hótelinu eru 249 vistarverur, ýmist eins eða tveggja manna herbergi og svítur, allar innréttaðar á smekklegan og hlýlegan en jafnframt nútímalegan hátt. Herbergin eru búin öllum sjálfsögðum nútímaþægindum, eins og flatskjársjónvarpi með gervihnattarásum, síma og öryggishólfi sem rúmar fartölvu. Á baðherbergjum er hárþurrka og baðvörur fylgja. Þráðlaus netaðgangur er á öllum herbergjum án endurgjalds.
Morgunverðarhlaðborð er í veitingasal. Á Tempus-veitingastaðnum er lögð áhersla á bæði þjóðlega og alþjóðlega matargerð og ávallt notað ferskasta hráefnið sem í boði er á hverri árstíð. Á Tempus-barnum eru léttir réttir á boðstólum og þar er lagt upp úr úrvali kampavíns og kokteila.
Gestamóttakan er opin allan sólarhringinn og þar er boðið upp á þvottaþjónustu, þurrhreinsun, strauningu og geymslu fyrir farangur. Fjöldi funda- og veislusala er í hótelinu og er öll aðstaða þar til fyrirmyndar.
The George Hotel hentar jafnt þeim sem eru í menningar-, verslunar- eða viðskiptaferð. Öll helstu kennileiti Edinborgar eru í göngufæri og verslanir, veitingastaðir, leikhús og söfn eru á hverju strái. Ef ætlunin er að skoða sig um utan borgarinnar má geta þess að aðeins tekur nokkrar mínútur að ganga á Princes Street og að Waverly-lestarstöðinni.
Fjarlægðir
- Miðbær: Í miðbænum
- Flugvöllur: 55 km
- Veitingastaðir: Á hóteli og allt um kring
Aðstaða
- Veitingastaður
- Bar
- Gestamóttaka
- Herbergi
- Nettenging
Vistarverur
- Hárþurrka
- Sjónvarp
- Öryggishólf
Fæði
- Morgunverður